Gæði uppskeru: Kartöflur

Kartöflur hendi 2

Það eru þrjú megin atriði sem hafa áhrif á gæði uppskerunnar: hnýðisgæði, hýðið og geymslu/eldunar eiginleikar.  Til að tryggja að þessi þrjú atriði séu sem best er mikilvægt að sjá plöntunum fyrir öllum nauðsynlegum næringarefnum.

Hnýðisgæði

Hnýðisgæði, hvort sem um ræði þurrefnismagn, sterkjuinnihald, gallar eða eldunar eiginleikar, skipta megin máli fyrir neytendur.

Köfnunarefni hvetur lauf- og hnýðisvöxt og hámarkar sterkjuframleiðslu.  Fosfat viðheldur lauf- og hnýðisvexti og hefur áhrif á sterkjuinnihald og gæði hennar.  Fosfór hámarkar vatnsupptöku og þurrefnisframleiðslu og getur hjálpað til við að minnka mar.  Kalk minnkar líkur á blettaveiki, magnesíum tryggir góða ljóstillífun og vöxt, bór hjálpar til við að minnka líkur á blettaveiki.

Hýði

Hýðis áferðin er sífellt að verða mikilvægari þar sem neytendur vilja helst hreint og aðlaðandi hýði.  Kartöflur sem eru með hýðis sjúkdóma eru ekki aðeins minna aðlaðandi, heldur eru þær líka líklegar til að hafa skemmri endingartíma.

Ef plöntunni er séð fyrir nauðsynlegum næringarefnum, minnka líkur á hýðis vandamálum og útlit þess verður betra.  Kalk styrkir hýðið og veitir betra mótstöðu gegn sjúkdómum, bór eykur áhrif kalksins með því að bæta upptöku og getur því minnkað flatkláða og aðra hnýðissjúkdóma.  Sink getur takmarkað vörtukláða og brennisteinn getur takmarkað bæði vörtukláða og flatkláða.

Geymsluþol og eldunar eiginleikar

Ekki er hægt að líta fram hjá geymsluþoli og eldunar eiginleikum.  Þegar uppskeru er lokið þá er ferlinu þó ekki lokið, það þarf réttar aðstæður til að geyma kartöflurnar til að tryggja að eftirspurn sé mætt fram að næsta tímabili.  Kartöflur sem eiga síður til að merjast eða vera mislitar geymast töluvert betur og eru betri í eldun.

Þegar plöntunum er séð fyrir nauðsynlegum næringarefnum þá hefur það áhrif á geymslu og eldunar eiginleika kartaflanna.  Fosfór, kalk, magnesíum og bór hafa öll jákvæð áhrif á geymsluþol með því að minnka líkur á mari, blettum og mislitun.

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar