Að auka stærð kartaflna

Stærð og lögun kartaflna skiptir meginmáli fyrir alla markaði, hvort sem það eru ferskar kartöflur, útsæði eða fyrir vinnslu.  Allt sem bóndi getur gert til að lengja líftíma grasanna mun skila sér í aukinni meðal kartöflustærð.

Næringarþarfir plantna og hnýðisstærð

Rétt hlutfall næringarefna er nauðsynlegt til að auka stærð hnýða.  Sýnt hefur verið fram á að köfnunarefni, fosfór, kalí, kalk, magnesíum og mangan hafa öll áhrif á stærð hnýða.

Köfnunarefni

Köfnunarefni er nauðsynlegt til að tryggja vöxt og uppskerumagn.  Mikil þörf er á því þegar grösin eru að mynda laufblöð og svo seinna til að auka vöxt og stærð hnýða, þegar það tryggir hámarks ljóstillífun laufblaðanna.  Köfnunarefnisgjöf snemma á vaxtarskeiðinu aðstoðar grösin við laufmyndun.  Seinna á vaxtartímabilinu sér hún til þess að grösin haldist græn og að auka uppskeru.

Það þarf hinsvegar að vera jafnvægi á áburðargjöfinni, því of mikið köfnunarefni snemma á vaxtarskeiðinu getur leitt til þess að grösin vaxi um of á kostnað hnýðanna.  Of mikil köfnunarefnisgjöf síðar á vaxtartímabilinu getur valdið ofvexti hnýðanna og eykur þannig líkur á kartöflumyglu.

kofnunarefni1

Tímasetning og magn köfnunarefnis er því mikilvæg þegar kemur að því að stjórna uppskerumagni, stærð og eiginleikum hnýða.

Þessi rannsókn (sjá mynd) í Englandi sýnir fram á kosti þess að auka köfnunarefnisgjöf, en með því jókst meðal hnýðisstærð og uppskerumagn.

Það skiptir einnig máli á hvaða formi köfnunarefnið er.  Rétt blanda af ammóníum og nítrati hentar vel þegar útsæði er sett niður, en of mikið ammóníum getur haft slæm áhrif á sýrustigið í efsta lagi jarðvegs og þar af leiðandi ýtt undir rótarflókasvepp.  Nítrat er hentugara á því tímabili sem stærð hnýðanna er að aukast og er eftirsóknarverðari köfnunarefnisuppspretta.

Fosfat

Fljótandi fosfór - áhrif á uppskerumagn

Fljótandi fosfór, sem er borinn á eftir að hnýðismyndun hefst, eykur stærð hnýða og því uppskerumagn.  Fljótandi fosfór kemur hinsvegar ekki í stað hefðbundins fosfór áburðar og án hans verður takmörkun á vexti.

Þessar tilraunir sem framkvæmdar voru í Englandi (sjá mynd) sýna fram á stöðuga aukningu á uppskeru og stærri kartöflur með notkun fljótandi fosfórs eftir að hnýðismyndun hefst.

Kalí

Kalí og uppskerumagn

Kartöflugrös nota mikið magn af kalí í gegnum vaxtarskeið sitt og er það nauðsynlegt fyrir góða uppskeru.

Í fimm tilraunum yfir þrjú ár á K ríkum jarðvegi, jók 120 kg K2O/ha meðal uppskeru um 10 t/ha.

Kalk

Kalk og álag á uppskeru

Kalk er lykil efni efni fyrir sterka frumuveggi.  Það er nauðsynlegt í frumufjölgun og stækkun, og er þar af leiðandi nauðsynlegt fyrir og á meðan vexti hnýða stendur.

Magnesíum

Magnesíum og uppskerumagn

Þörf er á magnesíum þegar hnýðin eru að stækka.  Ef skortur er á magnesíum mun það hafa neikvæð áhrif á bæði stærð kartaflna og uppskerumagn.  Ef alvarlegur magnesíum skortur er í jarðvegi getur það leitt til uppskerutaps upp á allt að 15%, en regluleg magnesíumgjöf árlega hefur aukið uppskeru í tilraunum um 1-10%.

Upptaka á magnesíum er háð jafnvægi þess og annarra katjóna, sérstaklega kalí.  Mikið magn af kalí í jarðvegi getur leitt til magnesíum skorts.  Einnig getur verið nóg af magnesíum í jarðveginum en ef hann er þurr þá getur það hindrað upptöku.  Í báðum tilvikum getur fljótandi magnesíum áburður borið mikinn árangur.

Aðrar aðferðir til að auka stærð kartaflna

• Útsæði sett niður eins snemma og hægt er, til að lengja vaxtartímabilið á þeim svæðum þar sem birtuskilyrði eru takmörkuð

• Setja niður eldra útsæði sem byrjar vöxt fyrr

• Setja niður þegar hitastig í jarðvegi er ákjósanlegast til að tryggja sem fljótlegasta spírun

• Að vökva, bera á áburð og verja uppskeru til að tryggja líflengd grasa og vaxtartímabil hnýða

• Hætta vökvun á réttum tíma til að mæta kröfum markaðarins

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar