Fá kartöflurnar þínar nóg kalsíum?

Kalsíum er nauðsynlegt næringarefni fyrir kartöflur og flest gæðamerki hnýða má bæta ef þau fá nægt magn kalsíums á meðan vexti stendur. Plantan þarfnast efnisins til að viðhalda frumuveggjum og heilbrigðum laufvexti og það er einnig mikilvægt í myndun kartöfluhnýða.

Kalsíum kemur í veg fyrir ýmis gæðavandamál í hnýðum

Vöntun á kalsíum sést oftast þegar svokallaðir ryð blettir myndast en þeir eru innlægur lífeðlisfræðilegur galli sem lýsir sér þannig að brúnir blettir myndast inni í kartöfluhnýðinu vegna frumudauða. Þetta er beinskylt kalsíumskorti í frumuveggjum þar sem að þeir eru ekki nógu sterkir og þegar stækkun á sér stað hrynja þeir og frumudauði á sér stað.

Þegar kalsíum hefur verið dregið inn í frumuvegginn getur það ekki fært sig á milli frumna og þess vegna er mikilvægt að nægar birgðir séu til staðar fyrir nýjar frumur sem myndast. Eins og áður var nefnt er kalsíum mikilvægt fyrir frumuveggi en það styrkir einnig hýðið. Þannig getur rétt magn efnisins tryggja gott útlit hýðis ásamt því að veita forvörn gegn skemmdum sem geta orðið við uppskeru og meðhöndlun.

Einnig getur efnið komið í veg fyrir bakteríusýkingar í kartöfluhnýðinu. Sterkara hýði veitir þeim vörn sem dregur úr líkum á að bakteríur komist inn í hnýðið gegnum skemmdir í yfirborði þess. Í kartöfluræktun ætti 60-70% af ráðlögðu köfnunarefni að vera svokallað grunnlag, og efra lag ætti að vera blanda af kalsíum og því köfnunarefni sem eftir er. Gott er að bera 400-500kg/ha af Yara kalksaltpétri á við hnýðismyndun til að veita kartöflunum yfir 100kg/ha af kalsíum sem er tilbúið til upptöku í formi kalsíumoxíðs. Ekki ætti að rugla þessu saman við kalsíum ammoníumnítrat, en þar tekur það kalsíumið langtum lengri tíma að verða tilbúið til upptöku og er þess vegna ekki gott að nota það á kartöflur.

 

Kartöflur þurfa leysanlegt kalsíum

Það er ekki nóg að bera kalsíum á á réttum tíma heldur þarf einnig að ganga úr skugga um að gerð kalsíumsins sé rétt. Sá misskilningur kemur stundum upp að kölkunarefni innihaldi nógu mikið kalsíum til að næra plöntuna, en kalsíumkarbónat er undirstaða í flestum kölkunarefnum. Það þýðir að efnið leysist illa upp í vatni og þar af leiðandi er aðgengi að því ekki auðfengið fyrir kartöfluplöntuna gegnum vaxtatímabilið.

Kalk er dæmi um eitt af þessum illleysanlegu efnum en það þarf 66.000 lítra af vatni til að leysa upp 1 kg af kalsíumkarbónati sem veldur því að það tekur langan tíma fyrir það að verða aðgengilegt fyrir plöntuna. Yara kalksaltpétur þarf hins vegar einungis 1 lítra af vatni til að leysa 1 kg af kalsíumnítrati svo hann hefur góðan leysanleika fyrir kalsíum.

Eins og áður segir skiptir tímasetningin áburðar miklu máli til að tryggja að vaxandi kartöfluhnýði fái nægt magn kalsíums og því er hnýðismyndun besti tíminn til að bera efnið á.

Grein þýdd af www.yara.co.uk

Kalsíumnítrat áburðartegundir sem við mælum með fyrir kartöflur

Eftirfarandi YaraLiva áburðartegundir eru gerðar úr kalsíumnítrati, ákjósanlegasta uppspretta auðleysts kalsíum og nítrats, sem plantan getur strax nýtt.

YaraLiva KALKSALPÉTER

15,5% N + 26,3% CaO – Kornaður kalsíumnítrat áburður sem hentar á margar uppskerutegundir.

YaraLiva NITRABOR

15,4% N + 25,9% CaO + 0,3% B – Kornaður kalsíum nítrat áburður með bór, hentar á margar uppskerutegundir og sérstaklega þær sem eru gjarnar á kalk og bór skort.

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar