Form köfnunarefnis í Yara áburði

feb 3, 2023

Á hvaða formi er köfnunarefni í einkorna Yara áburði?

Köfnunarefni í Yara Bela og Yara Mila er alltaf blanda af ammóníum (NH4) og nítrat (NO3). Nítrat (NO3) nýtist við upphaf vaxtarskeiðis og ammóníum (NH4) nýtist síðar á vaxtarskeiðinu.
UREA er ekki notað í áburðarblöndur hjá Yara. Plönturnar taka ekki UREA beint upp heldur þarf UREA að breytast í aðgengilegt form köfnunarefnis til að upptaka fari fram.
Sú breyting er bæði háð hitastigi og raka. UREA hentar því ekki á norðlægum slóðum.

Köfnunarefnið í Yara Bela N og Mila NP/NPK er alltaf blanda af ammoníum (NH4) og nitrat (NO3). Hlutföllin eru frá 60/40 til 50/50, þar sem alltaf er meira af ammoníum, nema í kalksaltpétri þar er nítrat mun meira en ammoníum eða 93% nítrat. Í kalksaltpétri er mjög hátt hlutfall kalsíum (Ca) 18,8% sem vinnur vel á móti sýrandi áhrifum köfnunarefnisins. Þess má geta að ekki ráðlagt að nota meira en um 160 kg af kalksaltpétri á ha, þar sem of mikið nítrat í grasi getur verið skaðlegt fyrir grasbíta.

Yara Bela N er á kalsíumammoníumnitrat(CAN) formi og er ríkur af kalsíum (Ca) sem vinnur á móti sýrandi áhrifum köfnunarefnis sem er gríðarlega mikilvægt.

Hlutverk köfnunarefnis hjá plöntum. Í samanburði við önnur næringarefni þá hefur köfnunarefni mest áhrif á vöxt.

  • Plantan þarf köfnunarefni til vaxtar
  • Köfnunarefni er mikilvægasta byggingarefni próteins og amínósýra

Köfnunarefni birtist á mörgum mismunandi formum. Plantan tekur köfnunarefni aðallega upp sem nítrat úr jarðveginum.

Nítrat sem næringarefni

Nítrat er form köfnunarefnis sem verður til í jarðvegi við náttúrulegar aðstæður. Nítrat samanstendur af köfnunarefni (N) og súrefni (O). Efnaformúlan er NO3-. Ólíkt öðrum
N-formum eins og ammóníumnítrat er nítrat hreyfanlegt í jarðveginum. Það er leyst upp í vatni og flyst með því til plönturótarinnar. Þetta er einnig ástæðan fyrir því að áhrif sjást strax af áburði sem inniheldur köfnunarefni á formi nítrats, óháð veðri.

Önnur form, t.d. ammóníum, er að hluta bundið í jarðvegi (við steinefni í leir) og er því aðeins aðgengilegt plöntunni ef rætur hennar ná til næringarefnisins. Köfnunarefni í ammóníum verður aðgengilegt plöntunum þegar ammóníum verður að nítrati.

Vegna betra aðgengis plantna að nítrati en ammóníum, skilar nítrat áburður betri árangri en áburður sem inniheldur ekki nítrat. Köfnunarefni sem er á formi nítrats virkar því fljótt, örugglega og á skilvirkan hátt.

UREA

UREA krefst hærra hitastigs en er hér á landi til að breytast í aðgengilegt N-form til að nýtast plöntum. Yara framleiðir mikið magn af á UREA en leggur ekki áherslu á að selja bændum á norðlægum slóðum s.s. í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi UREA áburð, þar sem UREA hentar ekki samkvæmt rannsóknum á norðlægum slóðum.

Myndin sýnir að UREA þarf að breytast í ammoníum (NH4) og nítrat (NO3) áður en plantan getur tekið köfnunarefnið upp en það tekur 1- 4 vikur. Í þessu ferli tapast um 20% köfnunarefnisins í andrúmsloftið sem ammóníak meðan nítrat (NO3) er aðgengilegt plöntunni strax (1-8 dagar).

UREA inniheldur ekki kalsium (Ca) og sýrir því jarðveg sem veldur síðan lakari upptöku áburðarefna. UREA inniheldur ekki brennistein en brennisteinn hefur áhrif á prótein- og orkuinnihald plantna.

Verð á UREA áburði
Í Þýskalandi er verð á UREA N46% áburði ívið lægra á tonn heldur en á hefðbundum Calsium Ammonium Nitrat (CAN) áburði eins og YARA OPTI-KAS N27%. Vegna eiginleika UREA þá hentar UREA áburður ekki á norðlægum slóðum.

 

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar