Pöntunarleiðbeiningar

Að panta áburð á nýju heimasíðu Yara.is

Tvær leiðir eru til að panta áburð í gegnum heimasíðuna.  Það er hægt að skrá sig inn en þess þarf þó ekki.  Hægt er að sleppa eftirfarandi skrefum í innskráningu og panta beint:

Mynd 1

Kostir þess að skrá sig inn, eru þeir að þá er alltaf hægt að finna þínar pantanir aftur og skoða magnið sem pantað var og fleiri upplýsingar.

Ef þú ætlar að skrá þig inn þá byrjar þú á að nýskrá þig.  Til að gera það þarftu að slá inn netfang og velja lykilorð undir „Nýskráning“.  Ef þú hefur skráð þig inn áður á nýju heimasíðunni, þá skráir þú þig inn undir „Innskráning“.  Ef þú hefur gleymt lykilorðinu þínu þá er hægt að endurstilla það með því að velja „Týnt lykilorð“ fyrir neðan innskráningarhlutann:

Mynd 2

 

Þegar búið er að skrá sig inn er hægt að setja inn upplýsingar um heimilisfang.  Það verður þá sjálfgefið heimilisfang þegar pöntun er send inn.

Héðan af eru leiðbeiningarnar nokkuð svipaðar hvort sem þú hefur skráð þig inn eða ekki.  Til að skoða vöruúrvalið er smellt á „Vörur“ efst á síðunni:

Mynd 3

Hægt er að slá inn það magn af sekkjum sem þarf, eða nota örvarnar hægra megin (merktar með „Magni breytt“) til að fjölga eða fækka sekkjum.  Þegar réttur fjöldi er kominn er valið „Setja í körfu“ við rétta tegund.

Mynd 4

Til að skoða hvaða vörur þú ert kominn með í körfuna er valin karfan efst hægra megin á síðunni:

Mynd 5

Í körfunni er hægt að taka út vörur með því að smella á x („Fjarlægja vörur úr körfu“) og fækka eða fjölga sekkjum („Breyta magni“).  Til að halda áfram að bæta við vörum er aftur smellt á „Vörur“ efst á síðunni.  Þegar pöntunin er tilbúin er smellt á „Ganga frá pöntun“.

Mynd 6

Til að ganga frá pöntuninni þarf að fylla út alla nauðsynlega reiti.  Ef einhverjar viðbótarupplýsingar þurfa að fylgja, til dæmis ef afhendingarstaður er annar en heimilisfang, þá er það sett í reitinn sem heitir „Skýring með pöntun“.

Ef þú ert innskráð/ur þá fyllast flestir reitirnir sjálfkrafa, en ef ekki þá þarf að setja upplýsingar í viðeigandi reiti.

Ef sölumaður er valinn þá fær sá sölumaður staðfestingu á pöntuninni með tölvupósti.

Mynd 7

Þegar búið er að fylla út þessar upplýsingar þarf að ákveða greiðslufyrirkomulag.

Upplýsingar um mismunandi greiðslufyrirkomulag er tekið fram við hvern möguleika.  Ef valið er að greiða með innleggi þá þarf að velja í hvaða mánuði má byrja að taka af innleggi upp í áburðarskuld.

Þegar valmöguleiki með afslætti er valinn, þá kemur afslátturinn fram neðst á síðunni.

Þegar allar upplýsingar eru komnar inn er valið „Ganga frá pöntun“.  Þá færð þú staðfestingu á pöntun í tölvupósti og pöntunin skilar sér á skrifstofu búvörudeildar SS.

Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá samband í síma 575-6000 og við munum aðstoða.

Mynd 8

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar