Umhverfisvottun

Yara hefur skuldbundið sig til að gera opinberar upplýsingar sínar um losun gróðurhúsalofttegunda við áburðarframleiðslu sína. Þetta gerir bændum, söluaðilum og öðrum er tengjast landbúnaði kleyft að velja umhverfisvænt og takmarka umhverfisáhrif frá landbúnaðinum.

– Yara ábyrgist að losun gróðurhúsalofttegunda frá framleiðslu áburðar sem er seldur í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi sé lægri en 3,6 kg CO2-ígildi per kg N.420-105418yaras-klimagaranti (1)

– Ábyrgð Yara uppfyllir kröfur sænska matvælaiðnaðarins um loftslags merkingu á matvörum. Yara mælir með að þessar ráðstafanir verði viðhafðar á alþjóðavísu.

– Losun gróðurhúsalofttegunda Yara er sannreynd af DNV (Det Norske Veritas)

– Yara hefur þróað og innleitt hvatatækni til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda (N2O) frá saltpéturs verksmiðjum sínum. Tæknin nýtir sem best aðgengilega tækni (BAT), sem er skv. ESB IPPC tilskipuninni (Integrated Pollution Prevention and Control).

– Yara býður hvatatæknina til annarra áburðarframleiðenda um heim allan.

– Verksmiðjur Yara eru vottaðar með ISO 9001 (gæðastýring) og ISO 14001 (umhverfisstjórnun) af DNV og eru þar að auki vottaðar af  SGS (Société Générale de Surveillance) til að uppfylla kröfur Evrópska áburðariðnaðarins um áætlun fyrir meðhöndlun vara (Product Stewardship).

– Yara deilir þekkingu sinni á plöntunæringu og bestu búnaðartækni með öllum í landbúnaðargeiranum. Tilgangurinn er að ná fram sem mestri hagræðingu við áburðarnotkun og minnka þar með neikvæð umhverfisáhrif í landbúnaði.

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar