Áburðardreifing

Til að ná sem bestri nýtingu á áburði þá þurfa næringarefnin að dreifast jafnt, í réttu magni og yfir ákjósanlegt bil.

dreifing 1

Yara leggur mikla áherslu á að útvega viðskiptavinum sínum gæðavöru, en hvernig er dreift á túnið hefur gífurleg áhrif á útkomuna.  Þetta þýðir að nákvæmni og athygli við áburðardreifingu eru þau atriði sem tryggja bestu uppskeruna.

Dreifingarstaðlar frá framleiðendum dreifara eru byggðir á prófunum sem hafa verið gerðar við ákjósanlegar aðstæður.  Þeir innihalda upplýsingar um hvernig best er að stilla dreifarana (magn/ha og dreifingarbreidd).  Þessar stillingar eru mismunandi fyrir dreifara og tegundir áburðar.

Ef dreifingarstaðlar eru ekki fáanlegir, þá er mælt með að notast við tilraunabúnað til að meta dreifinguna, en sú aðferð er þó ekki jafn nákvæm.

 

Áburðardreifarinn

 

Ef dreifingu áburðar er ábótavant leiðir það til lélegri uppskeru og aukins úrgangs.  Þetta er hægt að forðast með því að fara yfir eftirfarandi lista fyrir áburðardreifingu:

– Passið að dreifarinn sé í góðu ásigkomulagi, skiptið um þá varahluti sem þarf og fylgið leiðbeiningum frá framleiðanda um viðhald.
– Notið þær stillingar sem framleiðandi mælir með fyrir viðkomandi áburð og prófið stillingarnar áður en dreift er.  Breytið stillingum ef með þarf til að minnka frávik.
– Fylgist með stillingunum til að dreifingin breytist ekki.
– Notist við viðurkennda aðila þegar þarf að stilla tækin.
– Skrásetjið allar viðgerðir, viðhald og stillingar.
– Hreinsið dreifarann reglulega, bæði á meðan hann er í notkun og á eftir.  Skolið með vatni eftir hvern notkunardag.
– Breiðið yfir karið og úttakið ef áburður er í dreifaranum, þegar hlé er gert á dreifingu.
– Að notast við grind í dreifaranum getur komið í veg fyrir stíflur á meðan dreifingu stendur.
– Passið viðhald og að dreifarinn sé í góðu ásigkomulagi samkvæmt handbók.

 

dreifing 2 dreifing 3

 

Að stilla dreifarann

 

Rétt stilling ákvarðast af áburðinum.  Stærð korna, þyngd og flæðishraði eru atriði sem stjórna hvernig þarf að stilla dreifarann.

– Lesið leiðbeiningarnar!  Skoðið sérstaklega vel fyrirmæli um stillingar.
– Stillið dreifarann eftir þeim stöðlum sem gefnir eru upp.  Athugið að sumar gerðir áburðar eru framleiddar í fleiri en einni verksmiðju.
– Áburðurinn hefur þá mismunandi dreifingareiginleika, lesið ávallt leiðbeiningarnar utan á pokanum.
– Athugið magn áburðar áður en dreift er.
– Fylgist með að dreifing sé rétt í byrjun áður en haldið er áfram.

 

Áburðinum dreift

 

– Passið bil á milli ferða þegar áburði er dreift á tún.  Ef ekki er notast við gps tæki, merkið akstursleiðir þá með lit, stikum eða öðru.  Að mæla með augunum er ekki nógu áreiðanlegt.
– Notið viðeigandi búnað þegar dreift er á jaðar túnanna.
– Ekki dreifa áburði í roki.  Vindurinn færir áburðinn til og gerir það að verkum að dreifingin er ekki jöfn.
– Fylgstu með rakastigi í andrúmsloftinu.  Sumar áburðargerðir eru viðkvæmari fyrir raka en aðrar.
– Passið að viðhalda jöfnum hraða.  Hraðabreytingar upp á aðeins 10-20% getur breytt þekju áburðar töluvert.
– Ekki keyra of hratt.  Því hraðar sem þú keyrir, því meiri áhrif hefur ójafnt undirlag.
– Mikill hraði setur meira álag á tækin og veldur því að meira af áburði kemur úr dreifaranum.  Þetta getur leitt til ójafnrar dreifingar.
– Fylgist vel með búnaðinum.  Sumir hlutar hans gætu þurft viðhald/stillingu í miðri dreifingu.

 

Að dreifa YaraVita áburði

 

YaraVita fljótandi áburður má blanda í tank með öðrum áburðarefnum, illgresis- og sveppavarnarefnum.  Þetta þýðir fljótlega og hagkvæma dreifingu.  Á www.tankmix.com og í Yara TankmixIT App má finna niðurstöður úr yfir 30.000 blöndunartilraunum.  Þessar upplýsingar eru uppfærðar daglega eftir vöru eða virkum efnum.

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar