Spurt og svarað

Hér eru ýmsar spurningar og ábendingar sem við höfum fengið frá bændum og svör við þeim.:

Hvað stendur YARA fyrir?
  • Í dag starfa um 17 þúsund starfsmenn um heim allan hjá Yara. Yara er leiðandi í áburðarframleiðslu með starfsemi í öllum heimshlutum. Yara er með starfsemi í 60 löndum en Yara áburður er seldur mun víðar. Á árinu 2018 seldi Yara 28,5 milljónir tonna af áburði.
  • Yara(áður Norsk Hydro) hóf starfsemi árið 1905 og á því langa sögu að baki við framleiðslu á áburði.
  • Árið 1999 hóf SS að flytja inn einkorna Yara áburð í kjölfar þess að aflétt var einokun Áburðarverksmiðju ríkisins á áburðarmarkaði, en áður var SS samstarfsaðili verksmiðjunnar.
  • Yara leggur áherslu á að vinna með bændum við að þróa áburð sem uppfyllir ströngustu kröfur um gæði og umhverfisáhrif.
  • Í allri starfsemi Yara er lögð áhersla á að framleiðsla félagsins sé í sátt við umhverfið. Umhverfisstefna félagsins tekur mið af, að öll framleiðsla hafi sem minnst áhrif á umhverfið og lífkeðjuna.

Nánari upplýsingar um sögu Yara: https://www.yara.com/this-is-yara/our-history/

Nánari upplýsingar um Yara á heimasíðu: https://www.yara.com/

Af hverju er SS ekki að flytja inn fjölkorna áburð eins og aðrir áburðarsalar?
  • SS hefur kosið að halda sig við einkorna áburð þar sem við teljum að gæðin eigi að ráða.
  • Við teljum að ávinningur bóndans sé meiri við kaup á Yara áburði að teknu tilliti til gæða uppskerunnar og heildarkostnaðar við gróffóðuröflunina.

 

Hver er munur á fjölkorna áburði og einkorna áburði?

Það getur verið mikill munur hvernig áburðarefnin skila sér til plantnanna, annars vegar úr einkorna og hins vegar úr fjölkorna áburði.

Einkorna áburður – Hin fullkomna pakkalausn
Allur áburður frá Yara er einkorna gæðaáburður. Við framleiðslu hans er hráefnunum blandað saman í þeim hlutföllum sem óskað er eftir í viðkomandi áburðartegund og áburðurinn síðan kornaður og húðaður. Þessi framleiðsluaðferð tryggir að hvert korn innihaldi rétt hlutföll næringarefna, dreifieiginleiki áburðarins verði sem bestur og köggla- og rykmyndun verði í lágmarki.

Helstu eiginleikar:
• Hvert áburðarkorn inniheldur uppgefin áburðarefni.
• Öll áburðarkornin eru einsleit sem er forsenda jafnrar dreifingar.
• Með einkorna áburði fær hver planta sama aðgang að öllum áburðarefnum.
• Tryggir betri nýtingu næringarefna og betri uppskeru!

Sjá myndband hér:  https://www.yara.is/upplysingar/yara-myndband/

Fjölkorna áburður: Í fjölkorna áburði er næringarefnum(kornum) blandað saman, en hvert áburðarkorn inniheldur oft aðeins eitt næringarefni.

Helstu eiginleikar:
• Korn af mismunandi stærð, lögun og eðlisþyngd.
• Ólík áburðarkorn innihalda ólík næringarefni
• Gefur ekki eins góða dreifingu.
• Aðskilnaður verður í dreifaranum í akstri og dreifingu.
• Fyrir hvaða tegund áburðarefnis á að stilla dreifarann?

 

Af hverju kostar einkorna áburður meira en fjölkorna áburður?

Framleiðsluferlið er flóknara og krefst meiri tækni. Það er mun dýrara að framleiða öll næringarefnin saman, þannig að öll áburðarefnin séu í hverju korni en að blanda saman ólíkum áburðarkornum sem innihalda hvert um sig áburðarefnin.

Þegar hafin var sala á fjölkorna áburði hér á landi var verðið allt að 15% lægra en á einkorna áburði.
Verð á fjölkorna áburði er oft talið þurfa að vera 10 – 15% ódýrara en á einkorna áburði vegna mismunandi eiginleika vörunnar. Verðmunur hér á landi er afar lítill og mun minni en víða erlendis. Í einstaka tilvikum er verð á einkorna Yara áburði jafnvel lægra en á fjölkorna áburði.

Af hverju gefur Yara upp áburð í hreinum efnum en ekki sýrlingum?

Yara gefur upp allan sinn áburð í hreinum efnum meðan aðrir innflutningsaðilar hér á landi gefa upp í sýrlingum. Allar leiðbeiningar taka mið af hreinum áburðarefnum. Áburðaráætlanir eru einnig unnar í hreinum efnum. Það getur einnig verið misvísandi fyrir bændur, þegar ekki kemur skýrt fram, á hvaða formi áburðartegund er á þegar hún er kynnt.

Til að umreikna sýrlinga yfir í hrein efni og öfugt er þessi tafla notuð:

Fosfór (P)

P2O5 (sýrlingar) x 0,437 = P (hreint efni)

P (hreint efni) x 2,29 = P2O5 (sýrlingar)

Kalí (K)

K2O (sýrlingar) x 0,83 = K (hreint efni)

K (hreint efni) x 1,205 = K2O (sýrlingar)

 

Dæmi:

Hrein efni í sýrlinga:

Yara NPK 20-5-10 selen (hrein efni) á sýrlingsformi (20-11-12)

Fosfór: 5 (P) x 2,29 = 11,45 P2O5 (sýrlingar)

Kalí: 10 (K) x 1,205 = 12,05 K2O (sýrlingar)

Sýrlingar í hrein efni:

Algeng tegund á markaði 20-10-10(sýrlingar) í hreinum efnum (20-4-8)

Fosfór: 10 (P2O5)x 0,437 = 4,37 (hreint efni)

Kalí: 10 (K2O) x 0,83 =8,3 (hreint efni)

 

Inn á vef RML má finna excel skjal sem sýnir áburðarframboð 2020 https://www.rml.is/is/radgjof/jardraekt/aburdur

Þar er gefið upp efnainnihald áburðartegunda sem innihalda köfnunarefni og hægt að sjá hve mikið af næringarefnum fylgir hverju köfnunarefni.

 

Heimildir: Magnús Óskarsson og Matthías Eggertsson, Áburðarfræði bls. 48.

 

Af hverju tekur MAST sýni úr einungis 8 pokum í einkorna áburði, en 40 sýni úr fjölkorna áburði?

Einkorna áburðurinn er með öll uppgefin næringarefni í sama korni og því einsleitur. Fjölkorna áburðurinn er hins vegar með næringarefnin í aðskildum kornum og því mikilvægt að taka fleiri sýni til að fá eins góð sýni og mögulegt er úr þeirri tegund
( MAST, 5. febrúar 2020).

Stóðust allar áburðartegundir Yara uppgefnar innihaldslýsingar á árinu 2019?

Matvælastofnun tók sýni úr 7 áburðartegundum, sem Sláturfélag Suðurlands sf. flytur inn. Mælingar Matvælastofnunar gáfu í öllum tilvikum betri gildi en leyfð vikmörk. Því eru ekki gerðar athugasemdir vegna áburðar frá Sláturfélagi Suðurlands. Kadmíum (Cd) mældist undir leyfðu hámarki í þessum 7 sýnum (Úr Áburðareftirliti 2019).
https://www.mast.is/static/files/skyrslur/aburdarskyrsla-2019-3.pdf

Í frétt í Bændablaðinu 23. janúar 2020 kemur fram að 8 áburðartegundir hafi verið með efnainnhald undir vikmörkum á árinu 2019 samkvæmt skýrslu Matvælastofnunar.

Á hvaða formi er köfnunarefnið í Yara áburði og í hvaða hlutföllum eru einstök form þess (s.s. ammoníum, nítrat, urea o.s.frv.)?

Köfnunarefnið í Yara Mila NPK (og NP) er alltaf blanda af ammoníum (NH4) og Nitrat (NO3).
Hlutföllin eru frá 60/40 til 50/50, þar sem alltaf er meira af ammoníum, nema í kalksaltpétri þar er nítrat mun meira en ammoníum eða 92% nítrat.

Þess má geta að ekki ráðlagt að nota meira en um 160 kg af kalksaltpétri á ha, þar sem of mikið nítrat í grasi getur verið skaðlegt fyrir grasbíta.


Nánar um köfnunarefni í Yara áburði

 

 

Af hverju er Yara ekki að selja Urea áburð hér á landi eins og aðrir áburðarsalar?

Yara framleiðir mikið magn af Urea og okkur væri því í lófa lagið að flytja inn og selja bændum Urea hér á landi. Gætum örugglega boðið besta verðið ef því væri að skipta. Við höfum eftir ítarlega skoðun ákveðið að gera það ekki.

Yara leggur ekki áherslu á að selja bændum á norðlægum slóðum s.s. í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi Urea áburð, þar sem Urea hentar ekki samkvæmt rannsóknum. Það krefst hærra hitastigs en er hér á landi til að breytast í aðgengilegt N-form til að nýtast plöntum.

Myndin sýnir að Urea þarf að breytast í Ammoníum og Nítrat áður en plantan getur tekið N upp en það tekur 1- 4 vikur meðan Nítrat er aðgengilegt plöntunni strax(1-8 dagar).

Af hverju er allur Yara áburður ekki með 92% vatnsuppleysanleika fosfórs?
Vatnsleysanlegur fosfór í áburði er aðgengilegur fyrir jurtir, þegar hann kemur í jarðveginn. Fosfór í áburði, sem leysist ekki upp í vatni, leysist upp í sítrónusýru og leysist hægar og nýtist á síðari hluta vaxtarskeiðs. Fosfórinn tapast ekki, heldur nýtist hægar en vatnsleysanlega P, sem getur komið sér vel þar sem mikill úrkoma er. Meðalvatnsleysanleiki fosfór í Yara áburðinum sem við flytjum inn er um 75%, en misjafn milli tegunda eftir því hvað talið er henta hverju sinni.

Takið eftir að í myndinni er talað um pólýfosfat í YaraMila, en það er fosfór sem er tiltölulega auðleysanlegur en á sama tíma varinn gegn því að bindast hratt í ný form sem eru óaðgengileg plöntum.

Nánar um fosfór í Yara áburði:

https://www.youtube.com/watch?v=j6b_Lpw7Zoo

Binst allur fosfór sem ekki er vatnsleysanlegur í áburði jarðvegi og verður ekki aðgengilegur fyrr en kannski eftir allt að 100 ár?

Nei, mestur hluti fosfórs sem ekki er vatnsleysanlegur þ.e. sítrónusýruleysanlegur leysist upp árið sem borið er á (Magnús Óskarsson og Matthías Eggertsson, Áburðarfræði bls. 48).

Hvaða þættir ráða aðgengi fosfórs í jarðvegi?

Sýrustig (pH gildi) jarðvegs hefur mikil áhrif á aðgengi fosfórs í jarðvegi. Sýrustig er víða lágt hér á landi og því mikilvægt að kalka. Sjá nánar um kölkun hér.https://www.yara.is/kolkun/

 

Af hverju ætti að nota frekar einkorna áburð við uppgræðslu lands?

Í uppgræðslu er borið á 150-200 kg á ha og nær oftast er notaður tvígildur áburður. Þegar magnið er svona lítið þá er nauðsynlegt að hvert áburðarkorn innihaldi öll næringarefnin til að tryggja sem best aðgengi plantna að næringarefnum.
.
Þegar áburðinum er dreift þá er vinnslubreiddin oft mjög mikil, allt að 30 metrar, sem þýðir að það er enn mikilvægara að áburðurinn sé einkorna til að tryggja örugga og sem jafnasta dreifingu.

Í hvaða efnasamböndum er selenið í Yara áburði, á hvaða formi er það og hvernig er því komið í áburðinn?
Selenið í Yara áburðinum er natríum-selen. Þar sem Yara áburður er einkorna þá finnast öll næringarefnin í hverju áburðarkorni, sem tryggir jafna dreifingu.

Natríum selenate er áhrifaríkasta selen form sem nýtist í áburði. Þar sem Selenate hefur betri flutningsgetu í jarðvegi til rótar, en selenite.

 

 

Hafa dreifigæði áburðarins verið mæld og ef svo er hvar má finna þær dreifikúrfur?
Gæði dreifingar er mjög mikilvæg fyrir Yara og er alltaf leitast við að hafa sem jafnasta stærð á áburðarkornunum í öllum tegundum. Yara sendir inn prufur til stærstu framleiðenda á áburðardreifurum, svo þeir geti gert dreifingartöflur fyrir áburðardreifarana. Ef keypta áburðartegundin finnst ekki í töflunni/appi (smáforrit) þá er hægt að hafa samband við okkur. Almennt gefur einkorna áburður betri dreifingu, en fjölkorna áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju áburðarkorni meðan fjölkornaáburður er með áburðarefnin aðskilin.

Hvert er brotþol áburðarkorna í Yara áburði?

Yara Mila NPK tegundirnar frá Glomfirði, Noregi og frá finnsku verksmiðjunum í Uusikaupunki og Siilinjärvi sem við kaupum áburðinn frá, miða við styrk upp á >7 kg/cm2 en í OPTI-Kas og OPTI-NS er brotþolið upp á >5,5 kg/cm2.

 

Your Title Goes Here

Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.

Click Here

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar