Hringrás áburðarefna
Stefnt er að kolefnishlutleysi Íslands fyrir árið 2040. Mikilvægur hluti þess er aukin nýting á lífrænum áburðefnum eins og öllum búfjáráburði og kjötmjöli. Stefna í átt að hringrásarhagkerfi sem fellur að markmiði stjórnvalda að sjálfbærri auðlindanýtingu og lágmörkun urðunar.
Lífrænn áburður er yfirleitt lágur í köfnunarefni (N) og því þörf á auknu köfnunarefni sem ekki er til staðar innanlands og kemur því í formi innflutts áburðar. Með aukinni kölkun jarðvegs má draga úr þörf fyrir fosfór (P) þar sem hann er ekki eins bundinn í jarðvegi og nýtist því betur. Kölkun er því afar mikilvæg. Mykja og sauðatað er að mestu nýtt en hægt að auka nýtingu á kjötmjöli, hrossataði, kjúklingaskít og svínaskít. Á komandi árum er mikilvægt að nýta betur til áburðargjafar lífræn efni sem falla til hér á landi til að draga úr neikvæðum loftlagsáhrifum, mengun og þörf fyrir innflutningi áburðar og fóðurs.
SS var stofnað árið 1907 og er samvinnufélag búvöruframleiðanda. Við viljum leggja okkar af mörkum til að stuðla að hagkvæmri og umhverfisvænni búvöruframleiðslu í samvinnu við bændur, neytendum til hagsbóta.
Í samvinnu við bændur viljum við leggja áherslu á að:
- Veita bændum áreiðanlegar og fræðandi upplýsingar um jarðrækt
- Nýta heysýni, jarðvegsýni og skítasýni og túlka niðurstöður á skýran hátt
- Selja bændum hágæða einkorna YARA áburð á eins hagstæðu verði og mögulegt er
- Selja bændum Dolomit Mg-kalk frá Franzefoss til að hækka sýrustig jarðvegs til að bæta nýtingu áburðarefna og með því lágmarka notkun á tilbúnum áburði
- Bjóða bændum kjötmjöl til uppgræðslu lands og jarðræktar
- Hvetja bændur til að nýta búfjáráburð til að draga úr annarri áburðargjöf
- Vinna áburðaráætlanir á grundvelli góðra gagna
Gott gróffóður er grunnur að afurðasemi og arðsömum búskap. Því er mikilvægt að auka gæði og magn gróffóðuröflunar með góðum og hagkvæmum búskaparháttum.
Lykillinn að hagkvæmri og góðri jarðrækt er gott skipulag. Áburðaráætlun sem byggir á traustum gögnum, sýrustig jarðvegs sé í samræmi við það sem hentar hverju sinni við það sem verið er að rækta. Nýta búfjáráburð sem fellur til og nýta kjötmjöl þar sem það hentar. Nota einkorna gæða áburð frá Yara, þar sem sérhvert áburðarkorn inniheldur öll áburðarefnin sem er grunnur að góðri og nákvæmri áburðardreifingu.
Með góðri nýtingu áburðarefna og góðum áburðarefnum skilum við til baka upptöku næringarefna úr jarðvegi sem verður við gróffóðuröflunina og myndum þannig hina eilífu hringrás áburðarefna í umhverfisvænni búvöruframleiðslu.