Sláturfélag Suðurlands svf. er samvinnufélag í eigu búvöruframleiðenda og almennra hluthafa. Sláturfélagið var stofnað árið 1907, sjá nánari upplýsingar um SS.

SS hóf samstarf við Yara (áður Norsk Hydro) á árinu 1999 um innflutning á áburði. Það er stefna SS að bjóða bændum hágæða áburð á hagstæðu verði sem stuðlar að lækkun framleiðslukostnaðar og hreinleika afurða. Yara leggur áherslu á að vinna með bændum við að þróa áburð sem uppfyllir ströngustu kröfur um gæði og umhverfisáhrif. Allur Yara áburður er einkorna.

Hjá Yara starfa um 17 þúsund starfsmenn um heim allan. Yara er með beina starfsemi í 60 löndum en Yara áburður er seldur mun víðar. Á árinu 2018 seldi Yara 28,5 milljónir tonna af áburði. Nánari upplýsingar um Yara á heimasíðu.

Merki Yara er víkingaskipið sem fylgt hefur starfsemi félagsins frá stofnun en það hóf áburðarframleiðslu árið 1905.  Í allri starfsemi Yara er lögð áhersla á að framleiðsla félagsins sé í sátt við umhverfið. Umhverfisstefna félagsins tekur mið af að öll framleiðsla hafi sem minnst áhrif á umhverfið og lífkeðjuna.

Nánari upplýsingar um sögu Yara

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar