Næringarþarfir jarðaberja

Næringarþarfir jarðaberja eru mismunandi eftir því á hvaða vaxtarstigi plantan er.
Eftirfarandi er upptalning á mikilvægustu næringarefnunum.

Hlutverk næringarefna á vaxtarstigum

Eftir uppskeru þar til nýjum plöntum er komið upp

Köfnunarefni – Til að skapa birgðir í plöntunni sem munu þá nýtast í vöxt nýrra laufblaða næsta vor.

Fosfór, kalk, bór og sink – Til að tryggja sterkt rótarkerfi og styðja við nýjan vöxt.

Kalíum – Fyrir heilbrigðan vöxt

 

Vaxtartímabil fyrir blómmyndun

Köfnunarefni – Þörf er á köfnunarefni á þessu tímabili fyrir fjölgun og þroska laufblaða.

Fosfór – Til að mæta þörfum fram að blómmyndun.

Kalíum – Til að styrkja laufvöxt og plöntuna sjálfa í vexti.

Kalk – Til að safna birgðum og tryggja stöðuga uppsprettu efnisins sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigða frumumyndun.

Brennisteinn og magnesíum  – Til að viðhalda kröftugum, heilbrigðum laufvexti og til að safna birgðum.

Snefilefni – Til að tryggja að ljósstillífun sé ekki takmörkuð í vexti.

 

Blómgun og upphaf berjamyndunar

Kalíum – Á þessum tíma er mesta þörfin fyrir kalíum hjá plöntunni fyrir berjamyndun og til að bæta gæði berjanna.

Köfnunarefni – Nú þarf minna magn köfnunarefnis svo ekki séu höfð neikvæð áhrif á berjamyndun.

Fosfór – Til að mæta þörfum fram að blómgun.

Kalk og magnesíum – Til að styðja við myndun nýrra vefja og auka gæði ávaxta, minnka líkur á sjúkdómum og auka endingu.

Bór – Fyrir góða framleiðslu frjókorna, fræmyndun og berjamyndun.

Önnur snefilefni – Eins og þörf er á til að viðhalda áframhaldandi vexti.

 

Berjamyndun og þroski

Kalíum – Til að hámarka gæði berjanna og bragð þeirra (hefur áhrif á hversu sæt/súr þau eru).

Fosfór – Til að fylla á birgðir sem dreift er til ávaxtarins.

Köfnunarefni – Takmarkað magn til að jafnvægi sé á næringarefnum – ofgnótt köfnunarefnis á þessu stigi getur valdið því að berin ofþroskist, en skortur takmarkar stærð þeirra.

Bór og kalk – Til að tryggja heilbrigði berjanna.

 

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar