Við gefum nú út verðskrá Yara áburðar sem gildir til 15. febrúar 2021. Samið hefur verið um ákveðið magn af áburði vegna þeirra óvissu sem ríkir vegna Covid-19. Verðskráin er með fyrirvara um prentvillur og getur breyst án fyrirvara.

Óbreytt verð frá verðskrá í september
Við framlengjum óbreytt verð á áburði fram til 15. febrúar 2021. Verðskráin tekur mið af verðhækkunum á hráefnum til áburðarframleiðslu í haust og þróunar á gengi krónunnar. Gott viðskiptasamband við YARA gerir okkur kleift að bjóða viðbótarmagn á áburði á óbreyttu verði fleiri bændum til hagsbóta. Talsverð óvissa ríkir einnig vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem kórónaveiran hefur á efnahagsumhverfið. Við viljum því bjóða ákveðið magn af áburði og Dolomit Mg kalk í lausu til afgreiðslu í vor á óbreyttu verði.Greiðslukjör miðast við að greitt sé fyrir 15. apríl 2021. Einnig í boði greiðsludreifing fram til 15. október 2021, vaxtareiknuð frá 15. apríl.

Hagstætt tilboð á  flutningi á áburði heim á hlað ef pantað er fyrir 15. febrúar 2021
1000 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn og meira. Einnig í boði hagstæður flutningur á kalki ef pantað er 25 tonn eða meira fyrir 15. febrúar 2021.

Fimm tegundir sem allar innihalda selen
Í vor bættist við ný tegund, NPK 20-5-10. Tegundin hentar sérstaklega þar sem þörf er á miklum fosfór. Yara leggur áherslu á að bjóða bændum góða valkosti til að auka selen í heyi og á beitarlönd enda víða selenskortur. Heyefnaniðurstöður hjá bændum sem hafa borið á selenbættan Yara áburð staðfesta með óyggjandi hætti góða selenstöðu gróffóðursins.

Einkorna gæðaáburður
Allur Yara áburður er einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni en góð dreifing og nýting næringarefna í áburði getur skipt sköpun varðandi fóðrun og heilsufar gripa.

Yara áburður – Umhverfisvænn og vottaður
Með því að nota Yara einkorna áburð leggur þú þitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun við framleiðslu búfjárafurða.

Dolomit Mg kalk í lausu

Sýrustig jarðvegs er afar lágt hér á landi og því mikil þörf að hækka pH gildi jarðvegs. Huga  þarf sérstaklega að sýrustigi jarðvegs til að nýting áburðarefna sé hámörkuð og vekjum við athygli á Kalksaltpetri og Dolomit magnesíum-kalki sem stendur til boða á hagstæðu verði.

Við bjóðum einnig Dolomit Mg kalk í lausu.

Mikilvægar upplýsingar um kölkun er að finna hér.

Við bjóðum upp á faglega þjónustu. Tökum jarðvegssýni og túlkum niðurstöður.  Hafið samband við sölumenn og fáið frekari upplýsingar.

Verktakar á okkur vegum sjá um kalkdreifinguna með hagkvæmum hætti ef óskað er

Kornið fréttabréf 

Verðskrá

 

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar