Heilbrigði: Kartöflur

Kartöflur hendi 2

Að hafa áhrif á heilbrigði kartaflna

Þegar hugað er að næringarþörfum plantna þá erum við helst að reyna að auka uppskeru og gæði, með því að koma í veg fyrir að enginn skortur sé á efnum sem gætu þar með takmarkað vöxt og þroska.

Næringarþarfir plantna eru helst tengdar þeirri þörf að auka uppskeru og gæði með því að sjá fyrir að ekki sé steinefnaskortur sem gæti hamlað vöxt og þroska.  Það að sjá fyrir öllum næringarþörfum getur einnig aðstoðað plöntuna í því að verja sig gegn sjúkdómum.  Góð áburðaráætlun tryggir hreysti plantna og að umfram efni séu ekki að safnast upp í jarðveginum sem getur einnig valdið plöntunum skaða.  Það eru mörg efni sem koma að því að tryggja heilbrigði plantna, þar á meðal köfnunarefni, kalí, mangan, sink, kopar og mólýbden.

Laufsjúkdómar

Köfnunarefnisgjöf getur haft hvetjandi áhrif á laufsjúkdóma, sérstaklega ef hún er framkvæmd á síðari hluta tímabilsins en það getur hægt á þroska og aukið hættu á kartöflumyglu.

Hnýðissjúkdómar

Kalk er nauðsynlegt næringarefni til að fyrirbyggja hnýðissjúkdóma.  Það styrkir frumuveggi og hýði kartaflna og veitir þannig betri mótstöðu gegn mörgum sjúkdómum.  Bór eykur áhrif kalks með því að bæta upptöku og getur þar með fækkað flatkláða tilfellum og öðrum hnýðissjúkdómum.  Sink getur takmarkað vörtukláða og brennisteinn getur takmarkað bæði vörtukláða og flatkláða.

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar