Lýsing
YaraVita STARPHOS MnP er blaðáburður ríkur af fosfór og mangan, einnig hægt að nota til að húða sáðkorn.
Best er að nota áburðinn á réttu vaxtarstigi, þá ýtir hann undir vöxt rótakerfisins og eykur upptöku næringarefna. Áburðurinn er hentugur sem viðbótar næringargjafi fyrir korn, grænmeti og rótargrænmeti á vaxtartímabilinu. Áburðurinn er glær vökvi sem auðvelt er að mæla, hella og blanda og nýtist bæði sem blaðáburður og einnig til húðunar á sáðkornum fyrir sáningu.Auðvelt er að blanda áburðinn með illgresis- og sveppavarnarefnum sem sparar bæði tíma og peninga.
Verðupplýsingar: | |
Verð kr/brúsa án vsk | 14.500 |
Virðisaukaskattur kr/brúsa | 3.480 |
Pakkningastærð | 10 L brúsi |
EFNAINNIHALD, %
Áburðartegund |
N | P | K | Ca | Mg | S | B | Cu | Mn | Mo | Fe | Zn | Na | Se |
YaraVita Starphos MnP |
3,5 | 4 | 7 |
Notkunarleiðbeiningar
Setja brúsan á hvolf og hrista vel fyrir notkun svo að allt efnið blandist vel. Gott að prófa granna
málningarhræru og borvél ef efnið situr fast í botni. Fylltu á tankinn um ¾ af vatni.Helltu efninu
hægt í tankinn með áfyllingarsíu og hrærðu á meðan. Tómar umbúðir: Skolið þrisvar sinnum.
Skolvatninu er blandað saman við álagningarlausnina. Vel þrifnar tómar umbúðir eru afhentar
á þar til gerðum endurvinnslustað.
Bygg, Hveiti og Hafrar
3 lítrar/ha + 200 lítrar af vatni/ha frá 2. laufgunarstigi
Bera skal aftur á eftir 10-14 daga ef þörf er á.
Við húðun á fræi: 3-5 lítrar notast á 1 tonn af sáðkorni.
Kálplöntur, Gulrætur
3 lítrar/ha + 200 lítrar vatn/ha á 4. laufgunarstigi. Ef um
miðlungsmikinn og alvarlegan næringarskort er að ræða er meðferðin endurtekin
með 10–14 daga millibili.
Gras (Túnrækt)
3 lítrar/ha + 200 lítrar af vatni/ha, um leið og vöxtur hefst.
Ekki bera á seinna en 14 dögum fyrir slátt.
Repja (Olíurepja)
3 lítrar/ha + 200 lítrar af vatni/ha frá 3-4. laufgunarstigi.
Bera skal aftur á eftir 10-14 daga ef þörf er á.
Kartöflur
3 lítrar/ha + 200 lítrar af vatni/ha einni viku eftir að lauf eru komin upp úr
mold. Ef um miðlungsmikinn og alvarlegan næringaskort er að ræða er meðferðin
endurtekin með 10-14 daga millibili. Aukalega má bæta við 3 lítrum/ha þegar hnýðin
eru að stækka en þetta gefur stærri hnýði.
Geymsla
Varan skal vera geymd þar sem er bæði þurrt og kalt í húsnæði sem hentar til geymslu
efna og hvorki börn né dýr geta komist í vöruna. Vernda skal vöruna frá frosti.