Tilraun Hvolsvelli toppur

Nú í vor voru lagðir út 28 tilraunareitir á Hvolsvelli á vegum Búvörudeildar SS. Markmið tilraunarinnar er að skoða áhrif mismunandi áburðaskammta á korn og grænfóður. Einnig var sáð mismunandi grastegundum sem fengu sama áburðarskammt. Allur áburður sem var notaður er frá Yara. Stefnt er að því að þreskja kornið í næsta þurrki.

Tilraun Hvolsvelli KríaÞar sem sýrustig í jarðveginum var mjög gott, pH 6,7 var ekki kalkað. Mjög mikilvægt er að athuga sýrustigið í jarðveginum áður en sáð er, til að hafa aðstæður sem bestar fyrir sáðgróðurinn.

Í korninu var sáð Kríu og Aukusti alls 12 reitir. Fengu allir reitirnir 70 kg/ha af köfnunarefni en mismunandi magn af fosfór og kalí.

Sáð var tveimur tegundum af grænfóðri í 12 reiti, vetrarrýgresi Sikem og vetrarrepja Emerald. Þessir reitir fengu mismunandi áburðarskammta af N, P og K.

Sáð var í 3 reiti með mismunandi grastegundum; vallarfox Engmo, hávingull Norild, SS Alhliða grasfræblanda sem inniheldur; vallarfoxgras 60%, fjölært rýgresi 15%, hávingul 15% og vallarsveifgras 10%. Þessir reitir fengu allir sama áburðarskammt, 600 kg/ha af NPK 15-7-12.

Einnig var sáð í 1 reit fjölæru rýgresi Calibra. Áburðarskammturinn sem hann fékk var 714 kg/ha af NPK 20-4-11.

Reitirnir eru vel merktir og er gestum og gangandi velkomið að ganga um reitina og virða þá fyrir sér.

 

 

Myndir Margrét 1584

Búið að skipta niður reitunum fyrir sáningu

 

21 september 2017 006

Spretta komin af stað á öllum reitum.

 

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar