Sagro – Þekking og vöxtur er danskt landbúnaðarráðgjafafyrirtæki. Þessi grein birtist 27.11.2015 á heimasíðu þeirra Sagro www.sagro.dk og er textinn eftir Lilli Snekmose. Við höfum þýtt greinina og birtist hún hér.

Claus Christensen og Tage Schmidt eru sammála um að áhættan og tapið við að nota fjölkorna áburð í samanburði við einkorna áburð, sé of mikið í hlutfalli við sparnaðinn.

-Rannsóknir sýna greinilega að það er slæm ákvörðun að kaupa fjölkorna áburð. Að sjálfsögðu er það í höndum hvers og eins bónda, en áhættan er stór við að spara um 20 danskar krónur á hvert 100 kg af áburði sem fjölkorna áburður er ódýrari en sá einkorna. Þetta segir Tage Schmidt, sem er formaður plönturæktendahópsins innan Landbúnaðarráðgjafar Jótlands.

-En svo lengi sem þessi vara er á markaðnum þá þarf að krefjast þess að yfirvöld herði verulega eftirlitið með henni. Á hverju ári klúðrast margar áburðargjafir vegna þess að næringarefni vantar í áburðinn. NaturErhvervstyrelsen opinberar svo seint niðurstöður rannsókna sinna á áburðinum að það er löngu búið að nota hann þegar þær koma út. Niðurstöður prófana fyrir árið 2014 voru gerðar opinberar í júlí 2015 og niðurstöðurnar fyrir árið 2015 eru enn ókomnar [27.11.2015]. Sýnin eru tekin í upphafi hvers árs og það ætti ekki að taka meira en 8 daga þar til niðurstöðurnar liggja fyrir og séu komnar á vefsíðu stofnunarinnar svo bændur geti tekið ákvarðanir í samræmi við þær.

Myndi aldrei láta sig dreyma um að kaupa vöruna
-Rannsóknir sýna hversu nauðsynlegt er að gera prófanir til að geta séð hvar vandamálið liggur. Með þá þekkingu sem er í dag á fjölkorna áburði þá myndi ég ekki láta mig dreyma um að kaupa vöruna. Það hljómar eins og að spara aurinn og kasta krónunni. Svona hljóða athugasemdir Claus Christensen sem er formaður Samtaka bænda á suðvestur Jótlandi – og kartöflubóndi.

-Það kemur mér á óvart hversu mikil aðskilnaður næringarefna er við áburðargjöf með niðursetningu kartaflna, eins og prófanirnar sýna fram á. Allir vita að það er meira ryk í fjölkorna áburði en ég gerði mér ekki grein fyrir að það hefði svo mikil áhrif á dreifingu næringarefnanna á akrinum.

TageClaus

http://www.sagro.dk/nyhedsarkiv/du-sparer-en-krone-men-lader-10-eren-rulle

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar