Mynd 4

Í sumar stóð Yara á Íslandi fyrir gróffóðurkeppni milli útvaldra bænda víðsvegar um landið.  Markmið keppninnar er að vekja athygli á gróffóðuröflun og hvetja menn til að leita allra leiða til að bæta gæði og magn uppskerunnar.  Valdir voru 6 bændur til að taka þátt í keppninni.  Þeir höfðu það allir sameignleg að kaupa Yara áburð hjá Sláturfélagi Suðurlands og ekki síður að hafa sýnt metnað og góðan árangur í sinni gróffóðuröflun.  Árangur keppenda var metin út frá gæðum og magni gróffóðurs.

Eftirfarandi aðilar tóku þátt í keppninni:  Á vesturlandi Magnús Þór Eggertsson, Ásgarði. Á norðurland Guðmundur Óskarsson, Hríshól og Halldór Örn Árnason, Grund. Á austurlandi Björgvin Gunnarsson, Núpi. Á suðurlandi Ágúst Ingi Ketilsson, Brúnastöðum og Stefán Geirsson, Gerðum.

Ágúst Ingi Ketilsson sigurvegari

Eftir að allar upplýsingar höfðu verið dregnar saman og reiknuð út stig eftir fyrirfram ákveðnum reglum stóð Ágúst Ingi Ketilsson, Brúnastöðum í Flóa uppi sem sigurvegari.  Það var reyndar ótrúlega lítill munur á milli keppenda, en það sem einkum réði úrslitum var að Ágúst var með mjög góð uppskeru í magni og gæðum bæði í fyrri og seinni slætti.

Hver er uppskriftin af besta gróffóðrinu?

Sáðgresið í keppnisspildunni á Brúnastöðum er SS-tún; 70% vallarfoxgras (25% Switch, 45% Vega), 30% Hávingull Norild.

Þann 26. apríl voru borin á 20 tonn/ha af kúamykju.  Allir keppendur tóku skítasýni sem var svo greint hjá Efnagreiningu á Hvanneyri. Misjafnt var hvort notað var íblöndunarefni í skítinn eða ekki. Ágúst sett þann 1. desember 2016 íblöndunarefni í kúamykjuna.

Þann 5. maí var borin á 500 kg/ha af NPK 22-6-6 Se. Sláttur hófst 13. júní, slegið var með knosar og snúið einu sinni. Daginn eftir var rúllað og pakkað, notað var Íblöndunarefnið. Þann 16 júní voru rúllurnar teknar af velli. Fjöldi rúlla á ha var 12,5 og meðalþyngd 987 kg/rúllu. Þurrefnið var 33,9 %.

Þann 18. júní var borin á 150 kg/ha af Opti KAS. Þann 28. júlí var slegið, ekki með knosara, og snúið. Daginn eftir var snúið aftur og svo þann 30. júlí var rúllað og pakkað. Ekkert íblöndunarefni var notað líkt og í fyrsta slætti. Fjöldi rúlla á ha var 5,2 og meðalþyngd 656 kg/rúllu. Þurrefnið var 66,7%.

TAFLA 1 – Áburðargjöf fyrir keppnisspilduna á Brúnastöðum

Kg næringarefna á ha
Fyrri sláttur: Magn N P K Ca Mg S B Se
Kúamykja 20 t/ha 67 17 65 37 17 3
NPK 22-6-6 500 kg/ha 108 30 29 7 15 0,1 0,008
Samtals áburðarefni: 175 47 94 44 17 18 0,1 0,008

 

Seinni sláttur:  Magn  N P  Ca Mg   S  B  Se
Opti KAS 27 150 kg/ha 50 9 4
Samtals tilbúin áburðarefni: 158 30 29 16 4 15 0,1 0,008
Samtals áburðarefni: 225 47 94 53 21 18 0,1 0,008

*Miðað er við fulla nýtingu á kúamykjunni en rétt væri að miðað við góða nýtingu, við það lækkar efnainnihaldið mykjunnar.

Hvað getum við lært af gróffóðurkeppninni?

Gróffóðurkeppnin getur kennt okkur ótrúlega margt og er mjög fræðandi fyrir margar sakir.  Fyrir það fyrsta sjáum við mikinn breytileika milli búa varðandi uppskerumagn.  Það á sér skýringar í ýmsum þáttum eins og veðurfari, frjósemi jarðvegs og bústjórn.  Meðal uppskerumagn allra þátttakenda var um 7.500 FEm/ha.  Sá sem náði mestri uppskeru var með um 10.300 FEm og sá sem var með minnstu uppskeruna var með um 5.900 FEm.  Í báðum tilvikum er sennilega kostað svipuðu til gróffóðuröflunarinnar, en kostnaður á hverja gróffóðureiningu ólíkt lægri hjá þeim sem hafði mesta uppskeru.

Hins vegar er uppskerumagnið ekki allt.  Gott gróffóður þarf að uppfylla ýmsar kröfur varðandi orkuinnihald, prótein og magn steinefna.  Lykillinn að árangri er að láta greina gróffóðrið og ekki síður að gefa sér tíma til að vigta rúllur og meta uppskeru.  Forsenda þess að ná árangri er að hafa upplýsingar um hver staðan er.  Þannig má grein styrkleika og veikleika og bæta þá þætti sem við á.

Til að hámarka nýtingu hverar spildu fyrir sig væri rétt að athuga hvort ekki væri betra að bera á tvígildan eða jafnvel þrígildan áburð milli slátta, sérstaklega þegar bændur eru farnir að slá þrisvar sinnum. Eins er mikilvægt að bera á sem fyrst eftir hvern slátt til að hámarka nýtingu áburðarefnanna. Hverjum slætti er í raun ekki lokið fyrr en rúllurnar eru komnar í stæðu.

Þakkir

Yara á Íslandi þakkar öllum keppendum í gróffóðurkeppninni fyrir þátttökuna og óskar þeim alls hins besta á nýju ári.

Margrét Ósk Ingjaldsdóttir – margret@yara.is

Mynd 1 - Samanburður á milli keppenda á uppskerumagni og einkunn fyrir gæði uppskeru

Mynd 1 – Samanburður á milli keppenda á uppskerumagni og einkunn fyrir gæði uppskeru

Mynd 2 - Áborið köfnunarefni með búfjáráburði og tilbúnum áburði hjá öllum þáttakendum

Mynd 2 – Áborið köfnunarefni með búfjáráburði og tilbúnum áburði hjá öllum þáttakendum

 

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar