Nú eru flestir bændur byrjaðir á áburðardreifingu þetta vorið.  Skyldi vera eitthvað af næringarefnum í jörðu, frá fyrra ári, sem nýtist plöntum?  Það er öruggt að svo er.  Með einfaldri áburðartilraun má fá vísbendingar um þau næringarefni sem eru aðgengileg plöntum.

Það getur verið mikill breytileiki milli ára á næringarefnum sem eru aðgengileg við upphaf vaxtartímans.  Áburðargjöf og uppskera árið áður skipta miklu máli.  Hafi t.d. verið uppskerubrestur vegna þurrka er líklegt að næringarefni frá fyrra ári séu til staðar.  Það eru fjölmargir aðrir þættir sem hér hafa áhrif t.d. jarðvegsgerð og veðurfar.

Hægt er að gera einfalda tilraun sem sýnir okkur hvort næringarefni hafi verið til staðar við upphaf vaxtartímans.  Með því að leggja út 0-reit (núll-reit) má fá upplýsingar um upptöku næringarefna. Á 0-reitinn er ekki borinn áburður.  Síðan er hægt að leggja út H-reit (hámarks-reit) þar sem borið er á meira magna af köfnunarefni en á túnið/akurinn í kring.  Þannig gefa 0-reitur og H-reitur upplýsingar um það hvort við erum að bera á í samræmi við þörf plantna umfram það sem er aðgengilegt í jarðvegi.

 

0-reitur

Á 0-reit er ekki borinn á neinn áburður.  Plönturnar hafa því bara aðgengi að þeim næringarefnum sem eruð aðgengileg við upphaf vaxtartímans, ásamt þeim næringarefnum sem losna yfir vaxtartímann.  Það getur því verið mikill munur milli ára á aðgengi næringarefna og ekki síður mikill breytileiki innan hverjar spildu/akurs.

Auðvelt er að gera 0-reit með því að leggja plast á túnið/akurinn áður en áburði er dreift.  hæfilegt er að vera með reitinn 3 x 3 m og gjarnan fleiri en einn á því túni/akri sem er verið að skoða.  Plastið er fest niður með hælum.  Síðan er áburði dreift.  Plastið er þá tekið upp þannig að enginn áburður falli inna afmarkaða reitsins.  Gott er að skilja hælana eftir til að sýna útmörk reitsins.

Með því að bera saman sprettuna innan reitsins og umhverfis hans má fá vísbendingu um aðgengi næringarefna og þá hvort við séum að bera á í samræmi við áburðarþörf.

 

H-reitur

H-reitur á að gefa okkur til kynna hvort að þörf sé á auknum áburðarskammti.  Einkum er það skoðað fyrir köfnunarefni.  Reiturinn er hafður 3 x 3 að stærð og ágætt að bera á um 40 kg N/ha umfram það sem borið er á túnið/akurinn í kring.  Eftir að áburðardreifingu er lokið er mælt út fyrir reitnum og settir hælar til að sýna útmörk reitsins.  Síðan er borið á reitinn köfnunarefnisáburður á 9 m2 reit þarf 130 g af OPTI-NS 274-0-0 eða 230 g af Kalksaltpétri.

Ef koma fram skýr skil milli H-reits og túnsins í kring gefur það okkur vísbendingar um aðgengi næringarefna.  Ef túnið/akurinn utan reitsins verður ljósara er líklegt að það skorti köfnunarefni.

Með því að leggja út í túnið 0-reit og H-reit má fá mikilvægar vísbendingar um það hvernig tekist hefur til með að ákvarða áburðarþörf túnsins/akursins.  Hér er um einfalda athugun að ræða og erfitt að draga ályktanir út frá henni einni og sér.  Best er að líta á þetta sem eitt af mörgum verkfærið sem við getum beitt til þess að ná enn betri árangri í okkar ræktun.

Upprunaleg grein: https://www.yara.no/gjoedsel/nyheter-og-arrangementer/nyheter/null-og-maksruter-hvorfor-og-hvordan/
Þýdd af Unnsteini Snorra Snorrasyni

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar