Plastmengun er vaxandi umhverfisvandamál. Plast mengar ekki aðeins umhverfið heldur eykur það einnig loftslagsbreytingar með því að stuðla að losun gróðurhúsalofttegunda á öllum stigum lífsferils plasts, frá framleiðslu til úrgangs.

Yara telur að það sé á okkar ábyrgð að nýta þekkingu og auðlindir til að stuðla að kolefnishlutleysi í landbúnaði með því að draga úr eigin loftslagsáhrifum og þar með úr umhverfisfótspori vegna notkunar á vörum félagsins. Ein aðferðin sem við nýtum er að draga úr loftslagsáhrifum plastumbúða.

  • Draga úr notkun plastumbúða
  • Nota eins stórt hlutfall af endurunnu plasti og mögulegt er í umbúðirnar
  • Tryggja að hægt sé að endurvinna umbúðirnar
  • Samstarf um söfnun og endurvinnslu á plasti með öðrum aðilum í virðiskeðjunni

Virðiskeðjur og lífsferill plasts eru flóknar og í sameiningu verðum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja að plast sé rétt nýtt, að því sé rétt safnað, meðhöndlað og endurunnið.

Víða hefur söfnun plasts í samfélaginu almennt og sérstaklega í landbúnaði verið forgangsverkefni í mörg ár. Hins vegar hefur notkun á endurunnu plasti í umbúðum okkar ekki verið sett í forgang, meðal annars af öryggisástæðum.

Yara hefur nú ákveðið að setja endurunnið plast í allar plastumbúðir. Við munum nota eins mikið PCR (Post-Consumer Recycled) plast og mögulegt er í áburðarpoka.

Yara hefur frá 2022 notað endurunnið plast í umbúðum á Írlandi og í Bretlandi með góðum árangri. Prófanir hafa verið gerðar á mismiklu hlutfalli endurunnins plasts hjá nokkrum umbúðabirgjum yfir langan tíma. Niðurstaðan er að nýta 30% PCR, en þó með það fyrir augum að auka hlutfallið með tímanum. Ástæðan fyrir því að við förum ekki hærra en 30% er aðallega öryggistengd. Stórsekkirnir bera mikla þyngd og þurfa að þola vel alla meðhöndlun og endast vel. Pokarnir þurfa að uppfylla kröfur um styrkleika eins og öryggisstuðulinn 5:1, þ.e. að pokarnir þurfa að geta borið fimmfalda þyngd innihaldsins. Áburðargæði eru alltaf forgangsverkefni. Ekki hafa komið fram nein vandamál með gæði áburðarins, hvorki með geymslurannsóknum né hagnýtri notkun.

Pokarnir verða merktir með hringlaga tákni þar sem fram kemur að pokinn sé gerður úr endurunnu plasti. Langtíma markmið er að auka hlutfall endurunnins plasts í pokunum án þess að það komi niður á gæðum umbúðanna.

PCR er notað bæði í innri og ytri poka og engar breytingar verða á því hvernig hægt er að afhenda pokana til endurvinnslu.

Mikilvægt er að skila tómum pokum á viðurkennda endurvinnslustöð eða plastmóttöku.

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar