Sagro – Þekking og vöxtur er danskt landbúnaðarráðgjafafyrirtæki. Þessi grein birtist 27.11.2015 á heimasíðu þeirra Sagro www.sagro.dk og er textinn eftir Lilli Snekmose.  Við höfum þýtt greinina og birtist hún hér.

Aðilar sem selja landbúnaðarvörur hagnast á sölu á fjölkorna áburði en er það einnig tilfellið með bændurna, sem kaupa áburðinn? Um það bil helmingur af öllum seldum NPK áburði í Danmörku er fjölkorna áburður.

Áburðardreifari                       Myndin sýnir hversu erfitt það getur verið að dreifa fjölkornaáburði sem klumpast og blandast illa.

Ný rannsókn á vegum SEGES, í samvinnu við ráðgjafa og viðskiptavini Landbúnaðarráðgjafar Jótlands og Gefion, sýnir að vegna aðskilnaðar næringarefna og slakrar dreifingar á fjölkorna áburði eykst jafnvel hættan á tapi. Tilraunir í sveitum, gerðar með kastdreifara annars vegar og hins vegar með áburðargjöf með niðursetningu kartaflna, nær yfir fimm mismunandi tegundir af fjölkorna áburði og eina tegund af einkorna áburði, frá mismunandi framleiðendum.  Prófanirnar leiða í ljós aðskilnað, sem veldur miklum mismun á dreifingu áburðarefnanna. Við kartöfluniðursetninguna rjúka þyngstu efnin fyrst út á jörðina og þar af leiðandi er gríðarmikill munur á þeim svæðum sem fá minnst og mest. Við ystu mörk eru einungis 105 kg N/ha en ætti að vera 150 kg N/ha. Hvað kastdreifarann varðar þá var munurinn enn meiri því að á vissum stöðum sýndu prófanirnar 100 kg N/ha í stað 150 kg N/ha eins og lagt var upp með.

Skortur á næringarefnum í 4 af 6 blöndum
Þessar prófanir eru því nýjustu dæmin í röð af rannsóknum og greiningum, sem í mörg ár hafa sýnt fram á að fjölkorna áburður er bæði ómögulegur til dreifingar og skortir oft næringarefni. Í framangreindum prófunum var sannreynt að næringarefni vantaði í 4 af 6 áburðartegundum.

-Ef maður sem bóndi vill fá eitthvað út úr því auka köfnunarefni, sem langmestur hluti danskra bænda þarf að nota, þá gagnast það einungis ef áburðurinn er af almennilegum gæðum. Hér þurfum við sem ráðgjafar að ráða bændum alfarið frá því að að nota fjölkorna áburð segir Jens Nygaard Olesen, sem til margra ára hefur verið nokkurskonar varðhundur bænda gagnvart þeim sem selja vörur til þeirra.

-Hver og einn getur séð að það er eitthvað mikið að, vegna aðskilnaðar áburðarefna í fjölkorna áburði, þegar 53 kg meira köfunarefni hafnar 12 metra frá dreifaranum en 6 metra frá honum. Þetta eru algjörlega óviðunandi sveiflur, útskýrir Jens.

Hvað kostar röng dreifing?
Fjölkorna áburður er ódýrari vara samanborðið við einkorna áburð, sem hægt er að dreifa jafnt og inniheldur nánast örugglega þau efni sem koma fram í innihaldslýsingunni. En muninn á verðinu þarf að skoða í samhengi við þann ávinning sem fæst við notkun á einkorna áburði. Margar rannsóknir í gegnum árin hafa sýnt fram á hversu mikill ávinningur tapast við það að bera 50 kg of lítið á hvern hektara af köfnunarefni (N). Þumalfingursregla við hveitræktun er ca 1,5 hkg pr. 10 kg N á bilinu 100 til 150 kg N pr. ha. Fyrir vorbygg er samsvarandi tap ca 1 hkg pr. 10 kg N. Sjá töflu:

Tegund

Ávinningur við 100 N Ávinningur við 150 N Tap Fjöldi tilrauna Hkg tap per 10 N Aukning á hrápróteini
Korn

76,7

85,4 8,7 45 1,75

1,1

Vetrarrepja 81,0 86,1 5,1 18 1,0

1,0

Tafla: Aukið magn köfunarefnis í vetrarkorntegundum 2009-2013. Yfirlit yfir landsprófanir 2014.

Hjálp til bænda
Landbúnaðarráðgjöf Jótlands býður fram nokkrar aðferðir fyrir bændur sem vilja athuga áburðinn sem þeir kaupa. Bændur geta leigt nákvæma vigt sem tekur allt að 2000 kg. Einnig hefur ráðgjöfin yfir að ráða hristisíu sem á einfaldan hátt sýnir hvort kornastærðin sé ásættanleg. Í þriðja lagi er hægt að gera dreifiprófanir fyrir bændur.

Hentar ekki við nútíma breidd á dreifingu áburðar
Einn er sá þáttur sem styrkir rökin fyrir því að fjölkorna áburður sé óhæfur í nútíma landbúnaði er sú staðreynd að vinnslubreidd á nútíma landbúnaðarvélum er í dag gjarnan í kringum 24-30 metrar. Fjölkorna áburður hentar sæmilega upp að 12 metra vinnslubreidd. Sé vinnslubreiddin aukin umfram það versnar dreifingin til muna. Þetta lítur lögmálum eðlisfræðinnar. Ímyndið ykkur muninn á því hvernig borðtenniskúla og tennisbolti haga sér þegar þeim er kastað. Þetta er í raun orsökin fyrir því að í rannsókn sem Landbúnaðarráðgjöf Jótlands gerði, sýndi það sig að að á 5 metra breiðu belti bak við dráttarvélina, sem dreifði áburði með kastdreifara, var í raun enginn fosfór og ekkert kalíum. Á hinn bóginn var alltof mikið köfnunarefni á sama belti þegar notaður var fjölkorna áburður.

Helmingur af öllum áburði
Jens Nygaard Olesen telur að helmingur áburðar sem seldur er í Danmörku sé fjölkorna áburður. Hans mat er að þó sala á slíkum áburði fari minnkandi þá eigi hann engu að síður stóran þátt í þeim vandamálum sem eru til staðar við túnrækt og akuryrkju. Einnig kemur fyrir að bændur hafi ekki aðgang að öðrum áburði en fjölkorna þegar til þarf að taka.

http://www.sagro.dk/nyhedsarkiv/mekanisk-blandet-goedning-hoerer-fortiden-til

 

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar