Flestir vita mikilvægi þess að taka jarðvegssýni; en ættir þú að fjárfesta í víðtækari greiningu á stöðu jarðvegsins?

Jarðvegur í Bretlandi hefur breyst mikið á síðustu áratugum; hvort sem það er 97% skortur á brennisteini í jarðvegssýnum eða lítið magn af lífrænum efnum í ræktanlegu landi. Því ættu allir að skilja mikilvægi þess að taka jarðvegssýni; en er þörf á meira en grunngreiningu jarðvegs?

Grunngreining skoðar gildi fosfórs, kalí, magnesíum og sýrustig; sem er góð byrjun en hvað með kalk, brennistein, mangan, kopar, bór, sink, mólýbden og járn?  Öll þessi efni eru plöntum mikilvæg næring og þú gætir verið ómeðvitaður um skort á þeim í þínum jarðvegi. Jarðvegsgreining snýst um að finna takmarkandi þættina í þínu túni og geta gengið úr skugga um að þeir hafi ekki áhrif á afurðir – mundu eftir tunnu Liebigs!

Greiningaþjónusta Yara hefur unnið úr rúmlega 20 milljón sýnum.  Þetta risastóra gagnasafn hefur sýnt fram á það að eftir að fjarlægðir hafa verið allir jarðvegir með skort á efnum eins og fosfór eða snefilefnum og jarðvegir þar sem sýrustig er undir 6,5, þá eru einungis tæplega 20% af Breskum ræktuðum jarðvegi, þar sem ræktað er hveiti, með viðunnandi magn af fyrrnefndum efnum.
Þegar skoðaður er jarðvegur sem notaður er repjuolíuframleiðslu, eru jarðvegssýnin með enn lakari gildi.


Víðtæk jarðvegsgreining getur komið í veg fyrir vandamál áður en það er of seint


Með því að taka víðtækari jarðvegssýni færð þú meiri upplýsingar um möguleg vandamál áður en það er of seint – þegar einkenni birtast og afurðir minnka. Lögmál Liebigs segir að skortur á einu næringarefni nægir til að takmarka uppskeru og afurðir.  Þegar sífellt er krafist aukinnar uppskeru og afurða, en sparað er við dreifingu til dæmis fosfórs og kalí, er líklegt að það dragi úr virkni köfnunarefnis.

Höfundur: Natalie Wood
Þýðing: Guðrún Margrét Valsteinsdóttir

https://www.yara.co.uk/crop-nutrition/agronomy-advice/soil-analysis-discovers-limiting-factors/

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar