Áburðargjöf er í flestum tilfellum mikilvægasta inngripið við plöntuframleiðslu, en til að fá góða nýtingu á áburðinum eru nokkur grundvallaratriði sem þurfa að vera í lagi. Gott ástand á afrennsli og rétt sýrustig eru nauðsynlegir þættir í allri plöntuframleiðslu. Kölkun er mikilvæg til að hámarka gæði jarðvegs.  Hægt er að nýta stóran hluta af árinu og mismunandi aðferðir við kölkun til að ná hentugu sýrustigi.

Sýrustig túna á að vera yfir 6,0

Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að nýting á áburði minnkar við lágt sýrustig. Sé sýrustig undir 6,0 tapast 20% af áburðarefnum (sjá töflu 1).

Tafla 1: Sýrustig og nýting á ábornum næringarefnum.

 

Ef uppskeran er rýr, er það líkt og að henda peningunum út um gluggann eins og að bera meira á, ef sýrustigið er lágt. Þegar sýrustig er undir 6,0 er það er sérstaklega upptaka fosfórs sem minnkar. Til að ná góðri upptöku á fosfóri þarf sýrustigið að vera nálægt 6,5.

Þetta á einnig við um þann fosfór sem er bundinn í jarðveginum. Til að geta notað birgðirnar í jarðveginum þarf sýrustigið að vera hentugt. Þegar mikið er notað af húsdýraáburði verður gildi P-AL í jarðveginum hátt og því ráðlagt að nota áburð með litlum fosfór. Þá er mikilvægt að sýrustigið sé rétt. Mörgum hættir til að halda að sýrustig á bilinu 5,5-6,0 sé meira en nóg fyrir graslendi, en það á ekki við um steinefnaríkan jarðveg.

Mynd 1 sýnir hvernig aðgengileiki næringarefna breytist við mismunandi sýrustig. Breiði hlutinn þýðir góðan aðgang að næringarefnum. Hér sést að bæði of lágt og of hátt sýrustig er óhagstætt. Fersk jarðvegssýni, þar sem bæði sýrustig, jarðvegsgerð og moldarinnihald er mælt, eru mikilvæg til að taka réttar ákvarðanir varðandi kölkun. Sýrustig á bilinu 6,0-6,5 gefur bestu nýtinguna á flestum næringarefnum.

Mynd 1: Sýrustig og næringarefnaupptaka

Mynd 1: Sýrustig og næringarefnaupptaka

Smári þarf hátt sýrustsig

Sýrustig hefur áhrif á lífræðilegt líf í jarðveginum. Bakteríur kunna best við sig við sýrustig 6,0 og hærra. Þær stuðla að niðurbroti lífrænna efna í jarðveginum og rétt sýrustig er þ.a.l. mikilvægt til að næringin úr húsdýraáburðinum og moldinni nýtist. Það eru líka bakteríur sem sjá um upptöku köfnunarefnis í smára og þess vegna þarf smári sýrustig á bilinu 6,2-7,0. Þrátt fyrir að grastegundir eins og hávingull og sveifgras vaxi vel við lægra sýrustig, allt niður að 5,8, þarf að taka tillit til þeirrar grastegundar sem er með hæstu sýrustigsþörfina. Rýgresi vex best við sama sýrustig og smári. Sé smári og/eða rýgresi með í túninu þarf sýrustigið að vera í kringum 6,2.

Tafla 2:  Æskilegt sýrustig fyrir mismunandi grastegundir

Nytjaplanta Sýrustig á bilinu
Vallarfoxgras, hávingull, sveifgras og hundagras 5,8 – 6,5
Rýgresi 6,3 – 7,0
Rauðsmári 6,2 – 7,0

(lægsta gildi í léttum jarðvegi eða jarðvegi með háu innihaldi af lífrænum efnum)

Gömul tún – engin afsökun fyrir því að sleppa kölkun

Mælt er með því að kalka í opið flag. Það gefur mesta möguleika á því að blanda kalkinu saman við jarðveginn og að nota það magn sem þarf til að hækka sýrustigið upp að réttu stigi.  Engu að síður þarf að hafa hærri mörk á því hversu mikið kalk má bera á flagið. Hámarks kölkun fyrir léttsendinn jarðveg er um 4 tonn/ha og 8 tonn/ha í leirkenndum jarðvegi. Sé þörfin meiri en þetta ætti að skipta kölkuninni á tvö ár eða fyrir og eftir plægingu svo að kalkið blandist í allt plógfarið.

Þegar kalkað er við endurræktun túns er mikilvægt að hafa í huga að sýrustigið kemur til með að lækka í áranna rás þegar túnið eldist og því þarf að kalka nægilega mikið til að taka tillit til þess. Ef sýrustigið er passlegt þegar túnið er endurræktað þarf e.t.v. samt sem áður að kalka það til að sýrustigið haldist rétt gegnum líftíma túnsins fram að næstu endurræktun.

Í Noregi eru um 25% túna eldri en 10 ára og á einstökum svæðum er hlutfallið ennþá hærra. Ef einungis er kalkað þegar tún er endurræktað getur sýrustigið orðið allt of lágt áður en túnið er endurræktað á ný. Sé veðurfar óhagstætt þegar tún er endurræktað og kalkið nær ekki að brotna niður getur ástandið orðið enn verra. Þá gæti þurft að grípa til yfirborðskölkunar á túnið. Takmarka þarf magnið þar sem kalkið verður liggjandi á yfirborðinu. Hámarkið er á bilinu 3-4 tonn/ha af kalki. Sé sýrustigið lágt þarf að kalka mörg ár í röð til að ná réttu stigi. Gamalt tún eða óhagstætt veður við endurræktun er léleg afsökun fyrir því að sleppa kölkun. Því lengur sem túnið á að endast því mikilvægara er að sýrustigið sé hagstætt svo að þær plöntur sem eiga að vera til staðar hverfi ekki vegna of lágs sýrustigs.

Miljokalk

http://www.kalk.no/

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar