KORNIÐ fréttabréf desember 2013

Fréttabréfið KORNIÐ er komið út. Í fréttabréfinu er að finna meðal annars upplýsingar um áburðartegundir Yara en nú eru í boði þrjár nýjar áburðartegundir sem allar innihalda selen. Allur Yara áburður er einkorna.

Verðskrá gildir nú fram til áramóta en þó með fyrirvara um breytingar á gengi. Þeir bændur sem panta fyrir áramót fá afar hagstætt flutningstilboð á áburði heim á bæ eða 1000 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn og meira. Einnig koma fram upplýsingar um sölufulltrúa.

Fram koma upplýsingar um Kalksaltpétur sem virkar vel snemma vors til að koma vexti plantna á stað sem gefur möguleika á beit fyrr á vorinu. Ítarlegar en skýrar upplýsingar er jafnframt að finna um notkunarsvið og aðgreiningu áburðartegunda.

KORNIРdesember 2013 á pdf formi

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar