KORNIÐ fréttabréf desember 2015

Yara lækkar verð á áburði  um 12% milli ára

Yara gaf út verðskrá 21. desember s.l. þar sem kynnt var 7% verðlækkun á áburði milli ára. Nú liggja fyrir nýir samningar um innkaupsverð sem gerir okkur kleyft að lækka verð á áburði enn frekar. Verðskrá Yara lækkar því í heild sinni  um 12% milli ára. Samningar sem nú liggja fyrir eru bundnir við ákveðið magn á þessum kjörum og því hvetjum við bændur sem vilja njóta lægsta verðs að ganga frá pöntun sem fyrst.

Verðskráin er með fyrirvara um breytingar á gengi og pantað sé fyrir 15. janúar 2016. Vegna óvissu um þróun áburðarverðs og gengis þá er brýnt að ganga frá pöntun á áburði sem allra fyrst til að tryggja sér hagstæðustu kjör.  Þeir bændur sem panta fyrir 15. janúar fá afar hagstætt flutningstilboð á áburði heim á bæ eða 1000 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn og meira. Einnig koma fram upplýsingar um sölufulltrúa.

Fram koma upplýsingar um Kalksaltpétur sem virkar vel snemma vors til að koma vexti plantna á stað sem gefur möguleika á beit fyrr á vorinu. Ítarlegar en skýrar upplýsingar er jafnframt að finna um notkunarsvið og aðgreiningu áburðartegunda.

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar