Við birtum nú nýja verðskrá fyrir árið 2024. Við lækkum verð ennfrekar frá áður útgefinni verðskrá sem gefin var út 12. desember s.l. Með þessari verðlækkun fylgjum við eftir verðþróun á erlendum mörkuðum sem átt hefur sér stað frá því við birtum verðskrá í desember. Verðlækkunin nú er fyrst og fremst til komin vegna verðlækkunar á köfnunarefni (N).

Verðskráin er með fyrirvara um prentvillur og getur breyst án fyrirvara.

Mikil verðlækkun
Verðlækkun frá desember verðskrá 2023 er umtalsverð eða allt að 7%.

OPTI-NS lækkar í 82.900 kr/t en var áður 86.900 kr/t. Kalksalpeter lækkar í 62.900 kr/t sem gerir hann að virkilega áhugaverðum valkosti þar sem þörf er á köfnunarefni og kalki(Ca).  NP 26-4 Se lækkar í 102.800 kr/t, verð áður 107.800 kr/t. NPK 27-3-3 Se verð nú 102.900 kr/t en var 107.900 kr/t svo einhver dæmi séu nefnd. Allar fyrrgreindar fjárhæðir eru án virðisaukaskatts.
Nánari upplýsingar í verðskrá.

Greiðslukjör
Í boði er eitt verð. Gjalddagi áburðarkaupa er 30. apríl 2024. Einnig í boði greiðsludreifing fram til 15. október 2024, vaxtareiknuð frá gjalddaga 30. apríl fram til greiðsludags með 6% ársvöxtum sem jafngildir 2,75% hærra verði sé greitt 15. október 2024 í stað 30. apríl.

Frí heimkeyrsla á áburði hefur verið framlengd til 1. mars 2024
Flutningstilboð á áburði er 2.500 kr/tonn án vsk. ef pantað er fyrir 6 tonn eða meira. Kostnaður við flutning á áburði minna en 6 tonn miðast við verðskrá flutningsaðila. Flutningstilboð á kalki 2.500 kr/tonn ef pantað er 20 tonn eða meira.

Nýjar áburðartegundir
Tvær nýjar áburðartegundir bætast við. NPK 22-3-10 hentar þar sem ekki er þörf á selen og getur þá komið í stað NPK 23-3-8 Se. NPK 17-5-13 er einnig ný og getur nýst þar sem þörf er á meira köfnunarefni en minni fosfór heldur en er í NPK 15-7-12.

Fimm tegundir sem allar innihalda selen
Yara leggur áherslu á að bjóða bændum góða valkosti til að auka selen í heyi og á beitarlönd enda víða selenskortur. Heyefnaniðurstöður hjá bændum sem hafa borið á selenbættan Yara áburð staðfesta með óyggjandi hætti góða selenstöðu gróffóðursins.

Einkorna gæðaáburður
Allur Yara áburður er einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni en góð dreifing og nýting næringarefna í áburði getur skipt sköpun varðandi fóðrun og heilsufar gripa

Yara áburður – Umhverfisvænn og vottaður
Með því að nota Yara einkorna áburð leggur þú þitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun við framleiðslu búfjárafurða.

Kölkun, nýting búfjáráburðar og góð bústjórn
Mikilvægt er að gera áburðaráætlun byggða á heysýnum, jarðvegssýnum og skítasýnum, jafnframt því sem metið er hverju það skilaði sem borið var á í fyrra.

Hagkvæmt er að nýta allan búfjáráburð sem aðgangur er að til að draga úr notkun á tilbúnum áburði. Kölkun er mikilvæg til að áburður nýtist sem best. Dolomit Mg-kalkið frá Franzefoss Minerals hefur reynst bændum afar vel.

Áburðardreifingin skiptir miklu máli, sé nákvæm og borin á einkorna gæða áburður  þannig að öll næringarefnin skili sér með skilvirkum hætti.

Starfsmenn SS veita fagleg þjónustu við túlkun niðurstaðna úr sýnatökum, gerð áburðaráætlana og val á Yara áburði sem hentar hverju sinni.

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar