Eiginleikar áburðar

Eiginleikar áburðar ráðast af efnasamsetningu og hvernig hann er framleiddur.  Mikilvægustu atriðin þegar kemur að meðhöndlun, geymslu og dreifingu eru:

– Vökvadrægni
– Kögglun
– Stærð og lögun korna
– Brotaþol korna
– Tilhneiging til rykmyndunar
– Eðlismassi áburðar
– Einsleitni (efnasamsetning og eðlisleg)

Vökvadrægni

Raki ferðast auðveldlega um andrúmsloftið og stjórnast þrýstingur hans af hitastigi og magni.  Heitt loft getur geymt meiri raka en kalt loft.  Raki er mældur sem % hlutfallsraki (%HR).

Image Hygroscopicity

Þegar andrúmsloftið er fullmettað er rakastigið um 100% og um 50% HR þegar það er hálf mettað.  Raki flyst úr háum þrýstingi yfir í lægri þrýsting.

Við 30°C getur andrúmsloftið borið 30,4 gr af vatni/m3 (100% HR).  Rakaþrýstingur andrúmsloftsins er misjafn eftir hitastigi og rakastigi loftsins.

Image Critical relative

Allar áburðargerðir eru meira og minna rakadrægar, sem þýðir að þær byrja að draga í sig raka við ákveðið rakastig eða þrýsting raka í andrúmslofti.  Sumar áburðargerðir draga frekar í sig raka en aðrar.  Upptaka á raka verður ef hlutfallsraki andrúmslofts er meiri en hlutfallsraki áburðarins.

Það hefur slæm áhrif á gæði áburðar ef hann dregur í sig raka í geymslu og meðhöndlun.  Með því að þekkja hitastig og rakastig andrúmsloftsins ásamt yfirborðshita áburðarins, þá er hægt að ákvarða hvort vatnsupptaka verði eða ekki.

Þegar rakastigið er lágt er lítil aukning á vatnsupptöku (eins og sést á myndinni að ofan), en við ákveðið rakastig eða rakabil eykst vatnsupptaka verulega.  Þetta rakastig er kallað krítískt rakastig áburðar.  Krítískt rakastig áburðar lækkar þegar hitastig hækkar.

Veruleg vatnsupptaka hefur óæskileg áhrif á áburð:

– Kornin verða mjúk og límkennd
– Rúmmál korna eykst
– Korn brotna
– Litabreytingar
– Lækkað brotaþol
– Auknar líkur á kögglun
– Aukin rykmyndun
– Undirlag verður blautt og sleipt
– Stöðugt ammóníum nítrat tapar varmaþoli sínu
– Slæm áhrif á dreifingu
– Tæki stíflast frekar
– Aukinn breytileiki áburðar

Image Water Absorbtion

Blanda af tveimur efnum getur verið rakasæknari en þegar efnin standa ein og sér, eins og sést á súluritinu hér að ofan.

Kögglun

Image Crystal brings

Flestar áburðargerðir eiga það til að kögglast í geymslu.  Þetta gerist vegna sterkra kristalbrúa sem myndast á milli kornanna.  Ástæður geta verið margþættar:

– Efnaviðbrögð í tilbúinni vöru
– Efni leysast upp og kristallast aftur á yfirborði kornanna
– Viðloðun og tengingar milli yfirborðs korna aukast

Nokkur umhverfisatriði hafa áhrif á kögglun:

– Loftraki
– Hitastig og þrýstingur í umhverfi
– Rakainnihald vöru
– Styrkur og lögun korna
– Efnasamsetning
– Geymslutími

Kögglun er haldið í lágmarki ef þessum breytum er haldið innan marka.  Þar að auki þarf oft að bæta við efnum sem koma í veg fyrir kögglun.  Það er lítil hætta á kögglun hjá kalsíum nítrati, en mjög mikilvægt fyrirbæri hjá NPK, AN og urea.  Það að húða áburðarkornin dregur úr rakadrægni kornanna.

Stærðardreifing korna

Stærðardreifing kornanna skiptir gífurlegu máli þegar kemur að dreifingu áburðar og aðskilnaði í dreifara.  Það er sérstaklega mikilvægt þegar kemur að fjölkorna áburði.

Brotaþol korna

Image Particle strength

Brotaþol korna er misjafnt eftir efnasamsetningu áburðar.  Brotaþol ýmissa áburðartegunda er sýnt í töflunni hér að ofan.  Rakadrægni hefur neikvæð áhrif á flestar áburðargerðir.  Kornin verða þá klístruð og líklegri til að molna.

Yfirborðsgerð og styrkur korna hefur mikil áhrif á hvernig áburður þolir álagið sem fylgir dreifingu.

Rykmyndun

0.16.1 Image Dust formation

Mikið magn af ryki frá áburði veldur óþægindum á vinnustað.  Þar af leiðandi gilda reglugerðir í flestum löndum hvað varðar rykmyndun í framleiðslu áburðar.  Rykmyndun kemur iðulega upp í meðhöndlun vegna:

– Rakadrægni
– Veiks yfirborðs og lélegs styrks korna
– Þola illa dreifingu
– Slæmrar meðhöndlunar í framleiðslu
– Álags á kornin í búnaði

Eðlisþyngd fjölkorna áburðar

Eðlisþyngd fjölkorna áburðar (kg/m3) er mismunandi milli áburðartegunda.  Breytileiki í dreifingu vegna aðskilnaðar kornanna hefur áhrif á eðlisþyngdina.  Til að vélarnar nái að dreifa áburðinum sem jafnast þarf breytileiki á meðal korna innan áburðartegunda að vera sem minnstur.

Samþýðanleiki (efnafræðilegur og áþreifanlegur)

Samþýðanleiki tengist fyrst og fremst blöndun á mismunandi áburði, víxlmengun og öðrum vandamálum sem tengjast öryggi og/eða gæðum, s.s. kögglun, brotaþol, rykmyndun og tap á viðnámi gagnvart varmaþoli í tilfelli ammóníumnítrats.

Product compatibility matrix

Tilvísun: Guidance for the compatibility of fertilizer blending materials, EFMA, June 2006

  1. Vegna rakadrægni beggja vara getur gæði stöðugleikans á ammóníumnítratinu haft áhrif á geymslueiginleikana.
  2. Taka skal tillit til öryggisáhrifa varðandi sprengihættu á blöndunni (AN/AS blöndum) og lagalegum afleiðingum.
  3. Taka skal tillit til öryggisáhrifa varðandi sprengihættu á blöndunnni (AN/AS blöndum) og lagalegum afleiðingum hennar, ef til staðar eru áhrif af sýru og lífrænum mengunarvöldum.
  4. Blandan verður fljótt blaut og dregur í sig raka sem veldur því að vökvi eða grugglausn myndast. Það getur einnig haft áhrif á öryggið.
  5. Ef aðgengi að sýru er til staðar getur það valdið mjög hægu niðurbroti á AN, slíkt getur t.d. haft slæm áhrif á pakkningarnar.
  6. Hafa þarf í huga möguleikann á sjálfstæðu niðurbroti og heildarstigi olíuhúðunar.
  7. Brennisteinn er eldfimur og getur hvarfast með nítrötum s.s. AN, KNO3 og NANO3.
  8. Vegna rakadrægni beggja vara getur gæði stöðugleikans á ammóníumnítratinu í áburðinum haft áhrif á geymslueiginleikana.
  9. Taka skal tillit til vökvainnihalds SSP/TSP.
  10. Taka skal tillit til hlutfalls raka við blöndun.
  11. Hætta á myndun gifs.
  12. Engin reynsla er til staðar, en búast má við að þetta sé samrýmanlegt. Staðfestið með prófunum og/eða greiningu.
  13. Hafa þarf í huga óhreinindi í AS og fall á mikilvægu hlutfalli raka við blöndunina.
  14. Hafa þarf í huga möguleg áhrif af auka nítrati.
  15. Til að forðast kögglun við blöndun þarf að taka tillit til mögulegrar virkni milli ammóníumfosfats/kalínnítrats og þvagefnis, ásamt hlutfalli raka.
  16. Ef sýra er til staðar er möguleiki á vatnsrofi í þvagefni sem leysir úr læðingi ammóníak og koltvíoxíð.
  17. Myndun á afar klístruðu þvagefnisfosfati.
  18. Auknar líkur á kögglun vegna raka.
  19. Ef sýra er til staðar þarf að hafa í huga hættu á efnahvörfum t.d. hlutleysingu ammóníaks og sýruárás með karbónötum.

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar