Aukin uppskera með betri fosfatstjórnun

Það er nauðsynlegt að koma kartöflum vel af stað og eitt af lykilatriðunum er að tryggja nægt magn fosfats (PO4) á fyrri stigum rótarvaxtar. Kannski er kominn tími til að huga að fosfati og íhuga kosti einkorna NPKS áburðar í stað fjölkorna áburðar.

Það er nauðsynlegt að koma nytjaplöntum vel af stað og með kartöflur er hægt að hámarka uppskeru með því að tryggja rétt magn fosfats.

 

Fosfór (P) er sérstaklega mikilvægur við rótarmyndun

Fosfór er eitt af þeim næringarefnum sem er sérstaklega mikilvægt fyrir ræktun kartaflna. Fosfat gegnir mikilvægu hlutverki í sprota- og rótarmyndun og þess vegna eru nægar birgðir þess lykilatriði á fyrri stigum kartöfluvaxtar. Vandamálið er að efnið er tiltölulega hreyfingarlaust í jarðvegi og reiðir sig á að ræturnar vaxi til þess, í stað þess að fosfatið færi sig til þeirra. Í ofanálag eru kartöflur sérstaklega illa rótfastar plöntur og eiga oft erfitt með að byggja upp skilvirkt rótakerfi með hæfni til að nálgast vatn og önnur næringarefni. Það er því auðséð að vandamál er fyrir hendi.

Örugg leið til að útvega kartöflum fosfór er að nota einkorna YaraMila áburð.

Betri tímasetning á dreifingu áburðar fosfórs og kalíns tryggir að næringarefnin eru tiltæk í kringum þann tíma sem plantan þarfnast þeirra og takmarkar því það magn sem bindst í jarðveginum. Einnig má efla þessi áhrif með því að bera fosfór og kalín á í formi einkorna fjölgilds áburðar rétt eftir gróðursetningu, fremur en fjölkorna áburðar.

 

Notaðu áburð sem tryggir lengra framboð á fosfati

Val á fosfati, sem bæði tryggir að efnið sé aðgengilegt og viðheldur framboði yfir tímabil, getur einnig dregið úr því að það bindst í jarðveginum. Við þessa bindingu festist fosfat í jarðveginum og verður ýmist að járn- eða álfosfati þar sem lágt pH-gildi er, eða kalsíumfosfati þar sem pH-gildið er hátt. Einkorna YaraMila áburður inniheldur fosfat í formi P-Extend sem bæði veitir aðgengilegt efni og viðheldur framboði þess til að forðast bindingu í jarðvegi.

 

Einkorna YaraMila áburður inniheldur öll næringarefni í hverju korni

Betri dreifing á fosfati hjálpar einnig upptöku plantna. Best er að ná þessu fram með því að auka fjölda áburðarkorna sem innihalda fosfat.

Ef notast er við fjölkorna áburð er fosfór í tiltölulega fáum kornum sem veldur ójafnri dreifingu í jarðveginn. Ef hins vegar er notast við einkorna YaraMila áburð inniheldur hvert korn fosfór. Þetta leiðir til jafnari og skilvirkari dreifingar á næringarefnum sem leiðir svo af sér jafnari vöxt og betri uppskeru.

 

Grein þýdd af www.yara.co.uk

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar