Hvernig fáum við betra kartöfluhýði?

Mikilvægi útlits kartöfluhýðis eykst hratt þar sem neytendur gera kröfu um kartöflur með hreint og fallegt hýði, sérstaklega í kaupum á fyrir fram pökkuðum kartöflum eða í lausasölu. Hnýði með sýkingar líkt og svarta eða silfraða flösu, og duftkennt eða hefðbundið hrúður eru ekki eftirsótt og eru einnig líkleg til að hafa takmarkað geymsluþol.

Vel hönnuð áburðaráætlun dregur úr hýðisgöllum og bætir útlit þess. Kalsíum styrkir hýðið og veitir betri vörn gegn ýmsum sjúkdómum. Bór, magnesíum og mangan draga úr hefðbundnu hrúðri og sink takmarkar duftkennt hrúður. Brennisteinn getur dregið úr bæði duftkenndu og hefðbundnu hrúðri.

Silfruð flasa og hefðbundið hrúður.

Svört flasa og duftkennt hrúður.

 

Kalsíum gegnir lykilhlutverki í bættum hýðisgæðum

Kalsíum styrkir hýðið og veitir betri varnir gegn ýmsum sjúkdómum, til að mynda þeim sem nefndir voru hér að ofan. Rannsókn frá Bretlandi sýnir minnkun á hýðisgöllum sem eru orsakaðir af ýmsum þáttum eftir notkun kalsíumnítrats til meðferðar.

Brennisteinn dregur úr hýðissýkingum

Brennisteinn getur dregið úr tíðni duftkennds og hefðbundins hrúðurs. Ástæða þess getur verið að frumefnisbrennisteinn lækkar ph-gildi jarðvegs. Bestu niðurstöður fást með því að bera brennistein í jarðveg við gróðursetningu en einnig hefur reynst vel að bera brennistein á kartöflugrasið sjálft á seinni stigum vaxtar.

Bór bætir virkni kalsíums

Bór kemur stöðugleika á kalsíum í frumuveggjum og hefur einnig áhrif á upptöku þess svo notkun bórs er mikilvæg til að tryggja jafna næringu og hámarka þann ávinning sem fæst með því að bera kalsíum á. Hollensk rannsókn sýnir hvernig bór hefur áhrif á magn kalsíums í kartöfluhnýðum og þar af leiðandi mikilvægi hans, þar sem kalsíum er nauðsynlegt til að draga úr hýðisgöllum.

Sink dregur úr sýkingum

Sink er gjarnan notað til að draga úr duftkenndu hrúðri þar sem sáðmagn er lágt. Bera verður efnið í jarðveg ef það á að vera til staðar í nógu miklu magni til þess að hafa áhrif á duftkennt hrúður. Sink ætti einungis að vera notað sem hluti af samþættri áætlun sem er styrkt með öðrum jarðræktaraðferðum til að draga úr jarðvegssýkingu ásamt fleiri varnaraðferðum.

Aðrar jarðræktaraðferðir sem bæta hýði

  • Forðist að velja akra þar sem óhagstæð skilyrði líkt og sjúkdómar, lélegt frárennsli og lítil hæfni til að halda vatni eru fyrir hendi.
  • Veljið gæða fræ eða útsæði til að tryggja minni hættu á sjúkdómum.
  • Sótthreinsið fræ- og útsæðisgeymslur til að forðast smit.
  • Vökvið vel til að koma í veg fyrir/draga úr sjúkdómum líkt og hefðbundnu hrúðri.
  • Takið upp í góðum skilyrðum til að forðast skemmdir og ásókn sjúkdóma.
  • Forðist kölkun rétt fyrir gróðursetningu þar sem hún getur valdið hefðbundnu hrúðri.

 

Grein þýdd af www.yara.co.uk

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar