Hvernig getum við haft áhrif á gæði?

Það eru þrjú meginviðmið sem hafa áhrif á gæðaskilgreinginu kartöflunnar: hnýðisgæði, útlit hýðis, og gæði við geymslu og eldun.  Áburðaráætlun í góðu jafnvægi er mikilvæg til að viðhalda þessum viðmiðum í ræktuninni.

 

Hnýðisgæði

Hnýðisgæði, hvort sem þau tengjast innihaldi þurrefna, innihaldi sterkju, innlægum röskunum eða eldunarhæfni, eru mikilvæg fyrir neytandann.

Köfnunarefni eykur laufa- og hnýðisvöxt og heldur framleiðslu sterkju í hámarki. Fosfat viðheldur laufa- og hnýðisvexti og hefur áhrif á gæði og innihald sterkju. Kalíum hámarkar upptöku vatns og framleiðslu þurrefna og getur dregið úr magni marbletta. Kalsíum heldur innlægum ryðblettum og svörtum blettum í lágmarki. Magnesíum tryggir góða hæfni til ljóstillífunar og góðan vöxt. Bór dregur úr innlægum ryðblettum og svertu vegna ensíma.

 

Útlit hýðis

Mikilvægi hýðisútlits hefur aukist þar sem neytendur gera sívaxandi kröfur um kartöflur með hreint og aðlaðandi hýði, sérstaklega í kaupum á fyrir fram pökkuðum kartöflum eða kartöflum í lausasölu. Hnýði með yfirborðssjúkdóma er ekki einungis minna aðlaðandi, heldur eru þau eru einnig líklegri til að geymast verr.

Rétt næring í góðu jafnvægi dregur úr tíðni hýðissjúkdóma og bætir útlit hýðisins. Kalsíum styrkir hýði hnýðisins og veitir bætta vörn gegn sjúkdómum. Bór eykur áhrif kalsíums með því að bæta upptöku og getur einnig dregið úr tíðni hrúðurs og annara hnýðissjúkdóma. Sink heldur duftkenndu hrúðri í lágmarki og brennisteinn dregur úr bæði duftkenndum of venjulegum hrúður sýkingum.

 

Gæði við geymslu og eldun

Geymslu- og eldunargæði eru atriði sem mega ekki yfirsjást og þegar uppskera plöntunnar hefur átt sér stað er verkið ekki fullklárað þar sem að í flestum löndum þurfa kartöflur að geymast vel til að veita samfellt framboð gegnum allt árið. Hnýði sem merjast eða aflitast síður geymast langtum betur og viðhalda betri eldunargæðum.

Næring í réttu jafnvægi fyrir uppskeru hefur áhrif á geymslu- og eldunargæði kartöfluhnýða. Kalíum, kalsíum, magnesíum og bór hafa öll jákvæð áhrif á geymslu- og eldunargæði kartöfluhnýða með því að draga úr hnýðismari, aflitun, og svertu vegna ensíma.

 

Grein þýdd af www.yara.co.uk

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar