Meginreglur í ræktun kartaflna

Einkenni gróðursins

Kartöflur eru plöntur með trefjaríkt rótakerfi.  Þessar rætur eru aldrei lengri en 60 cm.  Þar af leiðandi eru kartöflur plöntur með grunnt rótarkerfi miðað við margar korntegundir til dæmis, sem geta náð rótardýpt um 120 cm.  Þetta þýðir að kartöflur hafa ekki endilega sömu hæfni til að nýta næringarefni og vökva sem finnst dýpra í jarðveginum.

Á meðan rótarvöxtur gerist á bilinu 10-35°C þá er virkasta þróunin á hitastigsbilinu 15-20°C.

Laufvöxtur gerist á bilinu 7-30°C, en ákjósanlegasta hitastigið fyrir hann er 20-25°C.  Ákjósanlegasta hitastigið fyrir sprotavöxt er svipað.

effects of soil temperature on root development

Kartöfluhnýðin eru stækkaður hluti sprotanna.  Hnýðin hefja vöxt sinn þegar dagurinn fer að styttast (ljóslotan styttist), og koma vaxtarhormón þar við sögu.  Því kaldari sem jarðvegurinn er, því fyrr fer hnýðisvöxturinn af stað og því fleiri kartöflur myndast.  Ákjósanlegasta hitastigið fyrir hnýðismyndun er 15-20°C.

Við þessar aðstæður mun plantan mynda stuttar rætur.  Lengri dagar hægja á hnýðismyndun og er því meiri áhersla lögð á vöxt rótanna.

Lítið aðgengi að köfnunarefni og hátt sykrumagn í plöntunni hvetur frekar til aukinnar hnýðismyndunar.  Þegar hnýðin hafa myndast vaxa þau hratt og getur að hámarki náð 1400 kg/ha/dag í tempruðu loftslagi.  Þau kyn sem vaxa síðar virðast vera viðkvæmari fyrir lengri dögum eða háum hitastigum.

Lífeðlisfræðileg öldrun

 potato sprouts, physiological ageing
 Spírur ættu að vera styttri en 2 cm

Með því að setja niður kartöflur sem eru byrjaðar að spíra, er hægt að flýta fyrir vexti.  Áhrifin sem það hefur á aukna uppskeru er beint tengt við aldur útsæðis þegar það er sett niður.

Besta leiðin til að hafa áhrif á öldrun útsæðis er að stjórna því hitastigi sem það er geymt við.  Það að hækka hitastig yfir 4°C vekur kartöflurnar úr dvala og gerir það að verkum að þær fara að spíra.

Mismunandi tegundir útsæðis þurfa mismarga daga til að ná ákjósanlegustum aldri áður en þau eru sett niður.  Eldra útsæði hentar betur þegar verið er að setja niður tegundir sem byrja að vaxa snemma, eða þar sem vaxtartímabilið er styttra.  Yngra útsæði hentar betur þar sem vaxtartímabilið er langt og þar sem markmiðið er að ná hámarks uppskeru.  Þegar sett eru niður útsæði sem hafa byrjað að spíra er nauðsynlegt að fylgjast með fjölda og lengd spíra (hámark 2 cm) til að tryggja ákjósanlegastan vöxt í hlutfalli við bil á milli plantna, og til að lágmarka skemmdir þegar útsæðið er sett niður.

Jarðvegsgerð og stjórnun

Ef sýrustig jarðvegsins er lágt geta kartöflurnar þjáðst af eitrunum vegna áls eða öðrum þungamálmi, sem og getur verið skortur á fosfór eða mólýbden.

Þegar sýrustigið er farið yfir 7,5 getur framboð næringarefna, þá sérstaklega fosfórs og snefilefna, farið að skerðast.  Þetta getur gerst jafnvel þó það sé nóg af þessum efnum í jarðveginum.  Það að kalka getur bætt óæskilegt, lágt sýrustig.  Hinsvegar verður að gæta þess að kalkið sé borið á allavega 6 mánuðum áður en útsæði er sett niður.  Kartöflur eru líklegri til að sýna flatkláða þegar þær eru ræktaðar í jarðvegi með hátt sýrustig.

Að setja upp garða

Útsæði er oft sett niður í garða eða kamba því það tryggir gott frárennsli og góða loftun fyrir sterka uppskeru.

Í kaldari jarðvegi geta garðar hjálpað til við að hækka jarðvegshitastigið sem þýðir fljótlegri spírun og að vöxtur hefjist fyrr.

Þegar notast er við randdreifingu á áburði, mun það að setja upp garða hjálpa plöntunum að nálgast áburðinn.

Þegar kartöflurnar eru ræktaðar í görðum eru síður líkur á að þær verði grænar.  Þeir hjálpa einnig til við að tryggja að hnýðin séu vel formuð, í jafnri stærð og minnkar líkur á skemmdum.

ridging and hilling potato crop
 Það er auðvelt að randdreifa áburði þegar notast er við garða.

 

ridging and hilling potato crop
  Garðar hjálpa til við að ræsa fram vatn og auðvelda uppskeru.

 

Water Management

Potatoes have a high water requirement – roughly 1in/week during bulking. Thus, for high yields irrigation is usually beneficial.

Water management is essential to minimize tuber problems. Maintaining a moist soil in the ridge at tuber initiation can minimize common scab development. Later in the season, excessive water around the tuber encourages powdery scab and lenticel growth.

potato common scab, water management
 Flatkláði

 

water management on potato crop, lenticel development
 Ofvökvun getur valdið ýmsum vandræðum

 

potato crop water management, tuber splitting, overwatering
 Ofvökvun getur valdið klofnun í kartöflunum

 

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar