Samantekt yfir næringu kartaflna

Rétt jafnvægi milli steinefna og snefilefna er nauðsynlegt til að ná besta mögulega árangri í kartöfluræktun. Vöntun á einu næringarefni dugar til að takmarka uppskeru, og framboð á hverju efni þarf einnig að vera í samræmi við þarfir plöntunnar. Skoðun á upptöku næringarefna sýnir hver þeirra eru nauðsynleg á hverju vaxtarstig plöntunnar ásamt því að greina frá notagildi þeirra.

Vöntun á einu næringarefni dugar til að takmarka uppskeru. Lágmarkslögmál Liebigs, einnig kallað lögmál Liebigs, greinir frá því að vöxtur ráðist ekki einungis af heildarbirgðum heldur einnig af þeim birgðum sem minnst er af og verða þar af leiðandi takmarkandi þættir (Justus von Liebig, 1873). Þetta er oft sett fram í fötu Lebigs þar sem hver spýta í tunnunni táknar næringarefni eða aðra þætti sem geta verið takmarkandi.

 

Steinefni

Upptaka næringarefna er breytileg gegnum árið miðað við vaxtarstig plöntunnar. Þótt að þau efni sem plantan tekur til sín og fjarlægir úr jarðveginum séu breytileg milli akra og fari eftir uppskeru geta kartöfluplöntur nýtt 50% meira kalíum en köfnunarefni. Uppskera sem er 38,5 t/ha getur tekið meira en 200 kg/ha af kalíum og 120 kg/ha af köfnunarefni. Bæði efnin  eru nauðsynleg í vexti og hnýðismyndun.

Köfnunarefni (N)

Köfnunarefni er mikilvægt fyrir laufa- og hnýðisvöxt. Líkt of með kalín er mikið af köfnunarefni endurnýtt frá laufunum til hnýðisins þegar vöxtur þess hefst.

Fosfat (P)

Fosfat er einnig þarft í tiltölulega miklu magni, sérstaklega snemma í vextinum til að auka rótar- og hnýðismyndun og svo aftur seint á tímabilinu þegar hnýðisvöxtur á sér stað.

Kalín (K)

Kalín er sérlega mikilvægt fyrir góða uppskeru en einnig til að viðhalda heilbrigði hnýðis. „Lúxus upptaka“ af kalíni er dæmigerð í kartöflum.

Brennisteinn (S)

Brennisteinn er þarfur á öllum vaxtarstigum og er sérstaklega mikilvægur til að draga úr myndun hrúðurs.

Kalsíum (Ca)

Reglulegt framboð af kalsíum er nauðsynlegt til að tryggja áreitislausan laufvöxt. Til að ná því litla magni í hnýðinu sem er nauðsynlegt fyrir gæði uppskerunnar þarf áburð með tiltölulega hátt kalsíum hlutfall.

Magnesíum (Mg)

Magnesíum er mikilvægast á seinni stigum vaxtarins, sérstaklega við hnýðisvöxt þar sem það gegnir mikilvægu hlutverki í viðhaldi hnýðisgæða.

 

Snefilefni

Þó snefilefni séu þörf í langtum minna magni er rétt jafnvægi þeirra nauðsynlegt til að tryggja gæði uppskerunnar.

Bór (B)

Bór er það snefilefni sem þarf í mestu magni til að tryggja að nokkrir vaxtarþættir gangi eins og skyldi. Efnið er líka mikilvægt til að hámarka nýtingu kalsíums.

Kopar (Cu)

Þar sem talsvert magn kopars er notað sést skortur sjaldan þar sem flestur jarðvegur veitir fullnægjandi langtímabirgðir.

Mangan (Mn) og sink (Zn)

Magan og sink eru mikilvæg fyrir uppskeru. Sink gegnir lykilhlutverki í nýtingu köfnunarefnis, efnaskiptum og myndun sterkju.

Mólýbden

Mólýbden getur verið mikilvægt í jarðvegi með látt pH-gildi.

 

Grein þýdd af www.yara.co.uk

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar