Uppskerumagn: Kartöflur

Kartöflur hendi 2

Aukning á kartöflu uppskeru

Næringarþarfir og uppskerumagn

 

Kalí er það næringarefni sem kartöflur nota mest af og það ásamt köfnunarefni eru forsendur fyrir hámarks uppskeru.  Minni þörf er á fosfati, kalki og magnesíum.  Þó munur sé á milli akra á uppskerumagni, þá geta kartöfluuppskerur notað 50% meira af kalí en köfnunarefni.  Eins og sést á línuritinu hér að neðan, þá getur 35 t/ha uppskera náð um 200 kg/ha af kalí og 115 kg/ha af köfnunarefni.
Daily Rate - Whole Potato Plant

 

Upptaka á næringarefnum breytist eftir vaxtarstigi uppskerunnar.  Það er mikil þörf á snefilefnum í byrjun vors og nauðsynlegt er að sjá plöntunni fyrir þeim efnum sem hún þarf, þegar hún þarf þau, til að skerða ekki uppskeruna.  Bæði er þörf á kalí og köfnunarefni á meðan spírur eru að myndast og þegar kartöflurnar eru að stækka.

Daily Rate - Potato Tuber

 

Kalí er sérstaklega mikilvægt til að hámarka uppskeru en einnig til að viðhalda heilbrigði.  Köfnunarefni er mikilvægt fyrir vöxt grasanna og sprota.  Líkt og með kalí þá er köfnunarefni endurnýtt frá laufunum á meðan sprotar auka stærð sína.  Fosfat er einnig nauðsynlegt í nokkuð miklu magni, sérstaklega snemma á vaxtarskeiðinu, til að hvetja til rótarmyndunar og aftur á síðari hluta vaxtarskeiðs þegar kartöflurnar eru að stækka.

 

Upptaka snefilefna hjá kartöflum

Micronutrient Removal

 

Þó að minni þörf sé á snefilefnum þá skiptir hlutfall þeirra höfuðmáli til að tryggja gæði uppskerunnar og magn.

Mikilvægustu snefilefnin fyrir kartöflur er bóron, kopar, mangan og sink.

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar