Sagro – Þekking og vöxtur er danskt landbúnaðarráðgjafafyrirtæki. Þessi grein birtist 4.12.2014 á heimasíðu þeirra Sagro www.sagro.dk og er textinn eftir Lilli Snekmose. Við höfum þýtt greinina og birtist hún hér.

Kalíuminnihald í Favorit áburði var einungis um helmingur af því er kom fram á innihaldslýsingunni. Sé ekki nægilegt framboð af kalíum hjá t.d. vorbyggi eða grasi geta afleiðingarnar orðið skelfilegar.

Óhlutdræg greining, á Favorit áburði með nafninu NPK 21-2-10, sýndi fram á að hann reyndist innihalda marktækt minna magn af kalíum en þau 9,6% sem eiga að vera í honum samkvæmt innihaldslýsingu.

Tage Schmidt

Áburðurinn var markaðssettur sem áburður á viðráðanlegu verði, en af bestu gæðum engu að síður. En þetta stenst ekki skoðun. Ekkert af þeim 11 prófum sem tekin voru, var nálægt þeim 9,6% af kalíum sem innihaldslýsingin sagði til um. OK rannsóknarstofan fyrir landbúnað í Viborg tók prófin og greindi í þeim kalíuminnihald á bilinu 0,4-5,5%.

 

 

 

Tage Schmidt, formaður plönturæktendahópsins innan Landbúnaðarráðgjafar Jótlands er í uppnámi yfir þessum niðurstöðum.

-Það er algjörlega óásættanlegt, að Favorit áburðurinn innihaldi ekki það kalíum, sem söluaðilinn lofar. Ég get einungis ráðið bændum frá því að kaupa vöruna. Hafi einhver nú þegar keypt vöruna og fengið hana afhenta hvet ég þann aðila til að láta taka prufu af áburðinum á eigin kostnað. Sýni sú prufa mikinn skort á næringarefninu þá á söluaðilinn erfitt verk fyrir höndum sem hann þarf að leysa.

Møde om vandplaner i Brønderslev. Leif Knudsen.Leif Knudsen, sem er yfirráðgjafi hjá Videncentret for Landbrug, hefur séð þessar niðurstöður. Hann segir:

-Það er afgerandi þáttur við áburðarkaup bænda að þeir geti treyst á gæði vörunnar. Við notkun á fjölkorna áburði er alltaf ákveðin hætta á aðskilnaði næringarefna, en einmitt þess vegna þarf innihald hvers áburðarskammts að passa við innihaldslýsinguna. Það er ekki tilfellið hér. NaturErhvervstyrelsen tekur reglulega sýni úr tilbúnum áburði og út úr því eftirliti kemur fram að það er vandamál með skort á kalíum í mörgum sýnum.

 

 

 

Danish Agro: „Við gerðum mistök“
Um fyrirliggjandi niðurstöður OK rannsóknarstofunnar, gefur Danish Agro þessa skýringu:

– Hér hafa orðið mistök. Í þennan áburð hefur óvart verið notað rangt hráefni. Í stað þess að nota kalíum hefur verið notað kíserít. Það er afar gremjulegt, en hér hafa orðið mannleg mistök, segir markaðsstjórinn Palle Greiersen hjá Danish Agro.

Hvað hyggst Danish Agro gera, í tengslum við þessar niðurstöður, fyrir þá viðskiptavini sem gætu hafa fengið þessa vöru?
-Því miður höfum við ekki möguleika á því að rekja þessa lotu, en þessi blanda er einungis gerð eftir pöntun. Þetta er aldrei framleitt í stórum skömmtum, yfirleitt á bilinu 5-20 tonn.

Af hverju uppgötvast ekki þessi mistök við innra eftirlit ykkar?
-Við tökum mörg sýni, en ekki af hverri einustu blöndu.

En nokkrir viðskiptavinir hafa nú fengið vöru sem ekki er í lagi!
-Það eru að öllum líkindum mjög fáir. Sýni tekin af opinberum aðilum á þessu ári og á fyrri árum hafa ekki sýnt fram á galla í hráefninu. Með þann bakgrunn getum við hjá Danish Agro auðveldlega lifað með einum tilfallandi mistökum.

Háannatími fyrir áburðarkaup
– Einmitt núna, þegar það er háannatími fyrir innkaup á tilbúnum áburði, þarf maður að hugsa sig tvisvar um áður en maður tekur ákvörðun um hvaða áburður skal keyptur. Þetta er skoðun Jens Nygard Olesen, sem er plönturæktunarráðgjafi hjá Landbúnaðarráðgjöf Jótlands og frumkvöðull þegar kemur að dreifiprófunum og greiningum á áburði.

-Skorturinn á næringarefnum sem fannst við tilviljunarkennt úrtak í stórsekk af Favorit áburði er alvarlegur og óásættanlegur. Þetta dæmir áburðinn úr leik, segir hann.

Tage Schmidt bætir við að það komi sér mjög á óvart að áburðurinn innihaldi bara helminginn af því kalíum sem innihaldslýsingin gefur til kynna.

-Maður getur reiknað með að maður fái lélegri dreifingu með fjölkorna áburði, af því að hann er aðeins ódýrari. En ég hafði ekki ímyndað mér að maður fengi aðeins helminginn af því kalíum sem maður borgar fyrir. Það er einfaldlega sóun!

Hliðarútkoma úr dreifiprófi
Uppgötvunin á skorti á næringarefnum í ofangreindum áburði er í raun hliðarútkoma út úr dreifiprófi. Jens Nygaard Olesen leigði rannsóknarsal hjá Bogballe A/S i Bøgballe í Uldum, sem gerði prófanir með það að markmiði að bera saman fjölkorna- og einkorna áburð.

Sjá myndband frá dreifiprófinu hér:

Hér má lesa um niðurstöður dreifiprófsins:
http://www.sagro.dk/nyhedsarkiv/mekanisk-blandet-goedning-dumper-i-spredetest

Uppskeran fær ekki næg næringarefni
Hér að neðan má sjá niðurstöðurnar úr dreifiprófunum 11 sem gerð voru. Skorturinn á kalíum í Favorit áburðinum stingur í augun.

Í raun er kalíuminnihaldið 4,7%, í stað þeirra 10% (eða 9,6%), sem innihaldslýsing áburðarins segir til um. Í sambærilegum prófunum á Yara áburðinum, Yara NPK 21-3-10, reyndist innihaldið vera nákvæmlega það sem stendur í innihaldslýsingunni.

Hér er niðurstaðan af mælingum á kalíum í stórsekk, af annarsvegar Favorit fjölkorna áburði [rauður litur]og hins vegar Yara einkorna áburði [blár litur]:

PowerPoint-præsentation

Favorit áburðurinn á samkvæmt innihaldslýsingunni að innihalda öll þau næringarefni sem vorbygg þarfnast. Niðurstöðurnar sýna hins vegar að af þeim 60 kg kalíum pr/ha sem uppskeran þarfnast fást einungis 29 kg pr/ha úr þessum áburði. Þessi mikli skortur á næringarefninu hefur mjög afgerandi áhrif á það magn uppskeru sem jarðvegurinn getur skilað.

Útreikningur á afleiðingunum Byggt á greiningum á þessum tveimur áburðartegundum er hægt að reikna út muninn á efnahagslegum afleiðingum þess að nota Favorit NPK 21-2-10 áburð eða Yara NPK 21-3-10:

Áburðartegund Áburðargjöf/ha Kg kalíum/ha Kalíumtala í jarðvegi Aukning/ha Aukning v/áburðar
Favorit NPK 21-2-10 620 kg 29 kg 2 46,4 Hkg 2,2 Hkg
Yara NPK 21-3-10 620 kg 56 2 48,0 Hkg 3,8 Hkg

Jarðvegur áborinn með Favorit NPK 21-2-10 hefur farið á mis við uppskeruaukningu upp á 1,6 hkg x 115 DKK = 184 DKK./ha.

Skerpt eftirlitJens Nygaard

Landbúnaðarráðgjöf Jótlands hefur sýnt fram á, með rannsóknum sínum, að þegar bændur kaupa fjölkorna áburð þá taki þeir þá áhættu að borga fyrir eitthvað sem þeir fá ekki afhent. En fyrirtækið er ekki eitt um að halda þessu fram. Ár eftir ár sýna rannsóknir NaturErhvervsstyrelsen fram á skort á kalíum í fjórða hverju áburðarsýni eða meira.

-NaturErhvervsstyrelsen ætti að skerpa eftirlitið með söluaðilum tilbúins áburðar. Það er ekki ásættanlegt að eftirlitið á árunum 2008-2012 finni skort á kalíum í 23%-56% af sýnunum, segir plönturæktarráðgjafinn Jens Nygaard.

Sjá hér að neðan:

Fjölkornaáburðartegundir með nokkrum nauðsynlegum næringarefnum. Sýni sem skorta næringarefni. Frávik í %

N P

K

2008

21,7

25

23,8

2009

6

32

23

2010

13

25

56

2011 18 17

31

2012

16

7

40

STAÐREYNDIR:
Innihaldslýsing Favorit áburðar 21-2-10.
Þessi áburður inniheldur samkvæmt innihaldslýsingunni 20,6% köfnunarefni, 1,6% fosfór og 9,6% kalíum. Með þessum prósentutölum má söluaðilinn námunda upp, og því heitir áburðurinn 21-2-10.
Í þeim 11 áburðarsýnum sem tekin voru, var innihald á kalíum að meðaltali aðeins 4,7%.

http://www.sagro.dk/nyhedsarkiv/analyse-afsloerer-sloeseri-bag-blandet-goedning 

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar