Nú er nýlokið velheppnuðum fundum víða um land og viljum við nota tækifærið og þakka bændum og öðrum sem mættu á fundina fyrir líflegar umræður og góða þátttöku.

Við viljum einnig benda bændum sem hafa áhuga á að fá fræðslufund um áburð og kölkun að hafa samband við sölumann á sínu svæði eða beint samband við Helga J. Jóhannsson, Sölustjóra, Sími: 575 6083 / 891 6410. Netfang: helgi@ss.is

Við höfum fengið margar góðar spurningar frá bændum og ábendingar um fjölmörg atriði sem snerta áburð og kölkun enda áburðarsala í fullum gangi en Yara birti verðskrá 5. desember s.l.  og kynnti þar umtalsverða lækkun á áburði. Sala fer kröftuglega af stað á Yara áburði og einnig er ljóst að mikill áhugi er fyrir kölkun.

Spurt og svarað
Þær spurningar sem við höfum fengið frá bændum ásamt ábendingum höfum við nú tekið saman og svarað. Ljóst að bændur vilja hafa greinargóðar upplýsingar um áburð og áburðartengd málefni og er það vel.
Undir liðnum Upplýsingar er sérstakur liður Spurt og svarað

 

 

 

 

Kalk
Undir liðnum Kalk hafa verið settar inn helstu upplýsingar sem snúa að Dolomite Mg kalki eins og uppskipunarhafnir, dreifingaraðilar og aðar helstu upplýsingar.
Hér er að finna helstu upplýsingar sem snúa að kölkun. 

 

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar