Nú í vor voru lagðir út 28 sýningareitir á Hvolsvelli á vegum búvörudeildar SS. Markmið reitanna er að geta sýnt gestum og gangandi áhrif mismunandi áburðaskammta á korn og grænfóður. Einnig var sáð mismunandi grastegundum sem fengu sama áburðarskammt. Allur áburður sem var notaður er frá Yara.

Reitirnir eru staðsettir fyrir utan verslun okkar á Hvolsvelli, við Ormsvelli 4.

Korn:

  • Anneli og Aukusti í 12 reiti.
  • Allir reitir fengu 70 kg/ha af köfnunarefni en mismunandi magn af fosfór og kalí.

Grænfóður:

  • Vetrarrýgresi Sikem og vetrarrepja Hobson í 12 reiti.
  • Allir reitir fengu mismunandi áburðarskammta af N, P og K.

Gras:

  • Hávingull Norild, túnvingull Reverent, vallarfoxgras Snorri og Engmó í 4 reiti.
  • Allir reitir fengu sama áburðarskammt, 600 kg/ha af NPK 15-7-12.

Reitirnir eru vel merktir og er gestum og gangandi velkomið að ganga um reitina og virða þá fyrir sér.

 

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar