Tilraunareitur 2018 2

Í síðustu viku sáðum við í tilraunareitina fyrir utan verslunina okkar á Hvolsvelli.

Hér er að finna tilraunaliði með mismunandi áburðarskömmtum fyrir 2 raða bygg (Kría), 6 raðað bygg (Aukusti), vetrarrepju (Emerald) og vetrarrýgresi (Sikem).  Einnig var sáð í reiti með vallarfoxgrasi (Engmo), SS Alhliða blöndu, Hávingul (Norild) og Fjölæru rýgresi (Calibra).  Tilrauninni er fyrst og fremst ætlað að vera fræðandi og vekja bændur til umhugsunar um val á sáðvöru og áburðarskammta.

Tilraunareitur 2018 1

Öllum er velkomið að koma og skoða tilraunareitina, kíkið endilega við í kaffi í verslun okkar á Hvolsvelli.

 

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar