Yara hóf samstarf með frjálsu félagasamtökunum Trashy Bags til að breyta notuðum áburðarpokum í tíu þúsund skólatöskur fyrir grunnskólabörn í dreifbýli nú í byrjun mars.

 schoolbag made of recycled fertilizer bags

Verkefnið kallast „tíu þúsund skólatöskuverkefni Yara“ og felst í að tíu þúsund skólatöskur verða framleiddar úr notuðum Yara áburðarpokum. Töskunum verður síðan dreift til grunnskólabarna í dreifbýli Ghana. Með hverri tösku mun einnig fylgja glósubók og penni. Allt í allt munu fjörtíu skólar um allt landið njóta góðs af þessu framtaki. Að sögn Sergio Godoy framkvæmdastjóra Yara í Ghana þá er landbúnaðurinn þar í landi einn af máttarstólpunum í atvinnulífinu og er menntun lykillinn að áframhaldandi framgangi atvinnugreinarinnar.

Með þessu verkefni vill Yara í Ghana leggja áherslu á mikilvægi menntunar á dreifbýlum landbúnaðarsvæðum, ásamt endurvinnslu og endurnotkun á rusli, en einnig til að varpa ljósi á mikilvægi landbúnaðar sem raunverulegs valkosts fyrir ungt fólk þegar kemur að vali á ævistarfi. Samkvæmt Sergio Godoy framkvæmdastjóra Yara í Ghana er landbúnaðurinn afar miklvæg atvinnugrein og menntun styður við þróun greinarinnar í framtíðinni.

Unnið með Trashy Bags

Boys with school bag made of recycled fertilizer bags„Þú gerir þér e.t.v. ekki grein fyrir því í dag, en þessar töskur munu hugsanlega búa til lækni eða bónda í framtíðinni,“ sagði umhverfisráðherra Ghana, Dr Bernice Heloo við upphaf verkefnisins þann 1. mars.

Upphaf verkefnisins má rekja til samvinnu við Trashy Bags sem eru frjáls félagasamtök í Ghana sem búa till umhverfisvæna poka og vörur plastúrgangi. Trashy Bags veitir um sextíu manns atvinnu og eru þar konur í miklum meirihluta og eru þær gjarnan einstæðar mæður með takmarkaðan aðgang að vinnumarkaðnum. Fyrirtækið safnar, hreinsar og saumar úr plastvörum sem hefur verið hent og umbreytir í nýtískulega poka og aðrar nothæfar vörur.

Yara hefur skuldbundið sig til að vernda umhverfið og fara fram með góðu fordæmi til að vekja ungt fólk til umhugsunar um umhverfisvernd með réttri meðhöndlun á úrgangi og stunda endurvinnslu. Samkvæmt Sergio Godoy framkvæmdastjóra Yara þá fara um 2 milljónir áburðarpoka til þorpa og bænda um allt landið. Eitt af markmiðum fyrirtækisins er að styðja við Ghana og bændur í landinu til að byggja upp góðan landbúnað til langframa. Ungt fólk þarf að vera vel undir framtíðina búið og gera sér grein fyrir mikilvægi landbúnaðarins fyrir samfélagið og þjóðarbúskapinn. Með þessu verkefni vonast Yara til vekja athygli á vægi menntunar, sérstaklega á landbúnaðarsvæðum.

Umhverfisvitund

Yara gerir sér grein fyrir því að þetta verkefni er auðvitað bara dropi í hafið miðað við þann stuðning sem fyrirtækið hyggst veita landbúnaðarsvæðum í landinu til lengri tíma litið. Engu að síður er von fyrirtækisins sú að þetta framtak varpi ljósi á þá staðreynd hversu mikil þörf er á frekari fjármunum fyrir þessi svæði og að þetta verði kannski til þess að fleiri einkafyrirtæki blandi sér í þessa baráttu.

Athafnir Yara í Ghana snúast ekki einvörðungu um að stuðla að uppskeruaukningu hjá bændum. Með því að deila sérfræðiþekkingu sinni og ástríðu fyrir sjálfbærni með bændum og fjölskyldum þeirra er markmið Yara að fræða samfélög viðtakenda um mikilvægi umhverfisverndar, sjálfbærni, réttrar meðhöndlunar úrgangs og endurvinnslu. Godoy leggur áherslu á að þetta frumkvæði Yara muni hvetja grunnskólabörn til að endurvinnslu og þar með kveikja frekari neista endurvinnslu úti í samfélaginu.

 

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar