Verðskrá Yara áburðar fyrir árið 2015/16 er komin út.  Verðskráin er með fyrirvara um breytingar á gengi og pantað sé fyrir 31. janúar 2016. Í boði eru hagstæðir greiðslusamningar eða afslættir. Sé greitt fyrirfram fyrir 15. mars 2016  er 8% afsláttur og 5% ef greitt er fyrir 15. maí 2016.

Verðlækkun á áburði
Áburðarverðskrá Yara lækkar um 7% milli ára sem skýrist fyrst og fremst af breytingum á gengi milli ára.

Köfnunarefnisáburður lækkar um 7,1% og er nú staðgreiðsluverð á OPTI-KAS 61.900,- kr/tonn án vsk en var á síðasta sölutímabili 66.650,-  kr/tonn eða um 4.750,- kr/tonn án vsk.   Til að mynda lækkar NPK 24-4-7 um 5.900 kr/tonn en staðgreiðsluverð er nú 78.400 kr/tonn án vsk en var í fyrra 84.300  kr/tonn.

Hagstætt tilboð á flutningi á áburði heim á hlað ef pantað er fyrir 31. janúar 2016
1000 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn og meira.

Þrjár tegundir sem allar innihalda selen
Yara leggur áherslu á að bjóða bændum góða valkosti til að auka selen í heyi og á beitarlönd enda víða selenskortur. Tegundir eru NP 26-4 Se, NPK 27-3-3 Se og NPK 22-6-6 Se.

Einkorna áburður
Allur Yara áburður er einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni en góð dreifing og nýting næringarefna í áburði getur skipt sköpun varðandi fóðrun og heilsufar gripa. Einnig þarf að huga sérstaklega að sýrustigi jarðvegs til að nýting áburðarefna sé hámörkuð og vekjum við athygli á Kalksaltpetri og Dolomit magnesíum-kalki sem stendur til boða á hagstæðu verði. Nýting búfjáráburðar skiptir sem fyrr verulegu máli til að draga úr notkun á tilbúnum áburði.

Nánari upplýsingar gefur:

Elías Hartmann Hreinsson deildarstjóri sími 575-6005 netfang elias@ss.is

 

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar