Lýsing
- Eingildur köfnunarefnisáburður með háu kalsíum (Ca) innihaldi (18,8%), hækkar því sýrustig (pH) jarðvegs.
- Köfnunarefnið er nær eingöngu á formi nítrats (14,4%), sem er plöntum aðgengilegt form og hefur ekki sýrandi áhrif á jarðveg.
- Nítrat hefur þann eiginleika að vera auðuppleysanlegt fyrir plönturnar við kaldar og blautar aðstæður snemma vors.
- Kalksalpeter getur því hentað sérstaklega vel fyrir vorbeit og þegar bera þarf köfnunarefnisviðbót, t.d. á milli slátta.
- Ráðlagður skammtur er 20-30 kg/ha af N, sem svara til 160 kg. Ekki er ráðlagt að fara fram yfir þann áburðarskammt þar sem of mikið nítrat getur verið skaðlegt fyrir grasbíta.
- Mikilvægt að bæta NPK áburðargjöf við seinna á vaxtartímanum ef kalksalpeter er borinn á að vori.
Verðupplýsingar: | |
Verð kr/tonn án vsk | 72.335 |
Virðisaukaskattur kr/tonn | 17.360 |
Pakkningastærð | 25 kg poki |
Verð á pakkningastærð | 1.808 kr/poka án vsk |
INNIHALD ÁBURÐARTEGUNDA
EFNAINNIHALD, %
Áburðartegund |
N | P | K | Ca | Mg | S | B | Cu | Mn | Mo | Fe | Zn | Na | Se |
Kalksaltpétur (N 15,5) |
15,5 | 18,8 |
Á bretti eru 48 pokar (1200 kg)