Kalksaltpétur™ (25 kg)

1.614 kr.

Lýsing

Eingildur köfnunarefnisáburður þar sem köfnunarefnið er nær eingöngu á formi nítrats, sem er plöntum aðgengilegt form og hefur ekki sýrandi áhrif á jarðveg. Þegar jarðvegur er kaldur er nítrat mjög mikilvægt því vitað er að þá gengur breyting ammoníums yfir í nítrat, þ.e. er á „ætilegt“ form fyrir plöntur, mjög hægt. Kalksaltpétur getur því hentað sérstaklega vel til að hjálpa túnum af stað að vori og einnig þegar gefa þarf köfnunarefnisábót, t.d. á milli slátta. Hann inniheldur kalk (18,8%) og hækkar því sýrustig (pH) jarðvegs. Þannig skilar árleg 50 kg köfnunarefnisgjöf með kalksaltpétri álíka miklu kalki á hektara og ef notað er tonn af áburðarkalki (með 5% N og 30% Ca) fimmta hvert ár.

Verðupplýsingar:
Verð kr/tonn án vsk 64.544
Virðisaukaskattur kr/tonn 15.491
Pakkningastærð 25 kg poki
Verð á pakkningastærð 1.614 kr/poka án vsk

INNIHALD ÁBURÐARTEGUNDA

EFNAINNIHALD, %

Áburðartegund

N P K Ca Mg S B Cu Mn Mo Fe Zn Na Se

Kalksaltpétur (N 15,5)

15,5 18,8

Á bretti eru 48 pokar (1200 kg)