Áburðarverð á erlendum mörkuðum tók að hækka í byrjun ársins og er nú í desember sögulega hátt. Mikil óvissa er um verðþróun fram til vors 2022. Samspil margra þátta er að valda því ójafnvægi sem nú ríkir.

Kostnaður við framleiðslu áburðar hefur margfaldast á árinu en mikil hækkun hefur orðið á gasi(Natural gas), rafmagni og olíu. Hækkun á framleiðslukostnaði hefur leitt til lokunar á verksmiðjum sem dregur úr framleiðslu auk þess sem framboð hefur minnkað vegna minni útflutnings á áburði m.a. frá Kína sem hefur sett á útflutningsbann á áburð fram til 1. júlí 2022.

Eins hafa hráefni til áburðarframleiðslu hækkað verulega sem og skipafragt. Verð á tilbúnum áburði til bænda í Evrópu hefur því hækkað mjög mikið. Köfnunarefni (CAN, ósekkjað í Þýskalandi) til afhendingar í febrúar 2022 er nú boðið á 617 EUR/tonn, var 400 EUR/tonn í október 2021 og 170 EUR/tonn í byrjun október 2020. Hækkanir eru því fordæmalausar.

Köfnunarefni

Fosfór

Kali

Vegna þess ójafnvægis og óvissu sem ríkt hefur á áburðarmörkuðum hefur SS ekki séð sér fært fyrr en nú, að birta verð á áburði til bænda og hefja áburðarsölu.  Viðskiptasamband SS og Yara er traust og verður allt gert af beggja hálfu til að tryggja nægjanlegt magn af Yara áburði í vor. Það er þó háð því skilyrði að fyrir liggi með nægjanlegum fyrirvara pantanir frá bændum. SS hefur ávallt tryggt að til séu birgðir af Yara áburði á öllum afhendingarstöðum, óháð því hvort um sé að ræða fasta viðskiptavini eða aðra. Vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú eru uppi, geta bændur sem ekki panta hjá okkur áburð ekki gengið að því vísu, að við eigum fyrir þá áburð í vor eða vegna seinni sláttar. Við viljum því hvetja bændur sem ætla að kaupa Yara áburð að ganga tímanlega frá kaupum á áburði.

Við þessar fordæmalausu aðstæður birtum við nú verðskrá á Yara áburði. Verðskráin er með fyrirvara um prentvillur og getur breyst án fyrirvara. Í boði er takmarkað magn í hluta áburðartegunda.

Verð og greiðslukjör

Verðbreytingar frá júní verðskrá 2021 eru þær helstar að garðáburður NPK 12-4-18 hækkar um tæp 54% en hann er nú í boði á 146.900,- kr/t en var 95.635, kr/t. NPK 20-4-11 hækkar um tæp 80%, verð nú 134.300,- kr/t en var 74.760,- kr/t. Kalksaltpétur hækkar um 68%, verð nú 100.600, kr/t en var 59.774,- kr/t. OPTI-KAS hækkar um 98% og tekur mestri hækkun, verð nú 119.700,- kr/t en var 60.366,- kr/t. Allar fjárhæðir án virðisaukaskatts. Verð á Dolomite Mg-kalki er óbreytt.
Í boði er eitt verð. Gjalddagi áburðarkaupa er 15. apríl 2022. Einnig í boði greiðsludreifing fram til 15. október 2022, vaxtareiknuð frá gjalddaga 15. apríl fram til greiðsludags með 6% ársvöxtum sem jafngildir 3% hærra verði sé greitt 15. október 2022 í stað 15. apríl.

Flutningstilboð á áburði og kalki
2000 kr/tonn án vsk. fyrir 6 tonn og meira, ef pantað er fyrir 15. febrúar  Einnig í boði hagstæður flutningur á kalki ef pantað er 25 tonn eða meira.

Fimm tegundir sem allar innihalda selen
Yara leggur áherslu á að bjóða bændum góða valkosti til að auka selen í heyi og á beitarlönd enda víða selenskortur. Heyefnaniðurstöður hjá bændum sem hafa borið á selenbættan Yara áburð staðfesta með óyggjandi hætti góða selenstöðu gróffóðursins.

Einkorna gæðaáburður
Allur Yara áburður er einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni en góð dreifing og nýting næringarefna í áburði getur skipt sköpun varðandi fóðrun og heilsufar gripa

Yara áburður – Umhverfisvænn og vottaður
Með því að nota Yara einkorna áburð leggur þú þitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun við framleiðslu búfjárafurða.

Kölkun, nýting búfjáráburðar og góð bústjórn
Við þessar aðstæður skiptir einnig miklu máli að bændur grípi til þeirra aðgerða í tíma sem mögulegar eru í stöðunni. Mikilvægt er að leita leiða til að draga úr notkun á tilbúnum áburði á næsta ári vegna þeirra miklu hækkana á áburði sem nú blasa við.

Mikilvægt er að gera áburðaráætlun byggða á heysýnum, jarðvegssýnum og skítasýnum, jafnframt því sem metið er hverju það skilaði sem borið var á í fyrra..

Við þessar aðstæður er mikilvægt að nýta allan búfjáráburð sem aðgangur er að til að draga úr notkun á tilbúnum áburði í vor. Kölkun er enn mikilvægari en áður til að áburður nýtist sem best.

Áburðardreifingin skiptir miklu máli, sé nákvæm og borin á einkorna gæða áburður  þannig að öll næringarefnin skili sér með skilvirkum hætti.

Starfsmenn SS veita fagleg þjónustu við túlkun niðurstaðna úr sýnatökum, gerð áburðaráætlana og val á Yara áburði sem hentar hverju sinni.

Nánari upplýsingar:
Verðskrá : https://www.yara.is/vorur/verdskra/

Sölufulltrúar : https://www.yara.is/vorur/solufulltruar/

Kölkun – spurt og svarað : https://www.yara.is/kolkun/

Hverjir dreifa kalkinu : https://www.yara.is/dreifingaradilar/

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar