Í fréttabréfinu er fjallað um hvað bændur geta gert til að lækka áburðarkostnað í þeim tilgangi að lágmarka kostnað við öflun gróffóðurs. Í því skyni er mikilvægt að gera áburðaráætlun, nýta búfjáráburð. Nota einkorna gæðaáburð frá Yara til að áburðardreifingin sé góð, nákvæm og öll næringarefni skili sér við ræktunina. Mikilvægt er að viðhalda sýrustigi jarðvegs á bilinu pH 6,0 – 6,5 með kölkun því þá nýtast áburðarefnin betur og ná má gæðameiri uppskeru og lystugra fóðri.

Búvörudeild SS tók rúmlega 100 heysýni á árinu 2021 og eru helstu niðurstöður kynntar. Sjá einnig ítarlegri niðurstöður hér.

Bændurnir í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa náð frábærum árangri í kornrækt en í viðtali kemur fram góð reynsla þeirra af notkun Yara áburðar auk þess sem bændurnir hafa notað fljótandi Yara áburð með góðum árangri.

Í fréttabréfinu er ítarlega farið yfir mikilvægi kölkunar og hvers vegna þarf að kalka. Kölkun hefur áhrif á áburðarnýtingu. Í flokkun jarðvegssýna eftir sýrustigi má glöggt sjá jákvæð áhrif kölkunar þar sem nú greinast mun fleiri sýni með pH gildi yfir 5,5 en árið áður.

Flokkun jarðvegssýna eftir sýrustigi pH árin 2020-2021. Bláu súlurnar er 2020 og appelsínugulu súlurnar 2021. Búvörudeild SS hefur síðustu ár tekið jarðvegssýni. Jákvæða þróun má sjá á þessari mynd þar sem sýrustigið er að hækka.

Fjallað er um gróffóðurkeppni Yara 2021, keppendur kynntir ásamt niðurstöðum og góðu viðtali við hjónin á Kanastöðum, Rangárþingi- eystra sem sigruðu keppnina í ár en þau hafa verið öflug við að kalka með Dolomit Mg-kalki.

Einnig má finna umfjöllun um Yara áburð og notkunarsvið tegunda, ásamt verðskrá og upplýsingum um sölufulltrúa okkar um allt land.

 

Nánari upplýsingar:

Kornið fréttabréf janúar 2022 : https://www.yara.is/kornid-januar-2022/

Verðskrá : https://www.yara.is/vorur/verdskra/

Sölufulltrúar : https://www.yara.is/vorur/solufulltruar/

Kölkun – spurt og svarað : https://www.yara.is/kolkun/

Hverjir dreifa kalkinu : https://www.yara.is/dreifingaradilar/

Skráðu þig á póstlista Yara og við sendum þér hagnýtar upplýsingar